Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 8
6 'O'RVALi vissu niður. Þegar ósköpin voru gengin yfir, sáum við brotið tré- skaftið af skutlinum á floti um 200 metra í burtu. Ófreskjan var horfin. 25. júní. Við erum nú eins f jarri landi og við getum orðið á ferð okkar, og flekinn er orð- inn fyrir okkur eins og notalegt heimili. Á tunglskinsbjörtum nóttum látum við okkur stund- um reka, tveir eða þrír saman, á gúmmíbátnum, spölkorn frá flekanum, til þess að horfa á hann úr fjarska. Séður álengd- ar, með ljós í stafni, stráþöktu bambusskýlinu og stóra segl- inu, sem rís hátt upp úr sjón- um, líkist flekinn undarlegum farkosti úr ævintýri. Svo rísa úthafsöldurnar milli gúmmí- bátsins og flekans og auðn og myrkur grúfir yfir sjónum. Þá flýtum við okkur alltaf til baka, og þegar við komum um borð aftur, þá finnst okkur flekinn eina skjólið, eini öruggi stað- urinn í öllum heiminum. Inni í notalegu skýlinu er þessi öryggistilfinning sérstaklega sterk. Græn bananablöðin uppi yfir gulum bambusveggjunum hafa undursamleg áhrif á okk- ur. Það er eins og við séum að skríða frá sjónum langt inn í land í kofa inni í frumskógi. Sjávarhljóðið virðist alls ekki eiga heima þar. Á daginn reynir Hermann ný björgunartæki fyrir Bandaríkja- flotann og sendir veðurathug- anir til veðurstofu Bandaríkj- anna tvisvar á dag. Knut og Torstein klifra upp í mastrið og reyna nýjar tegundir af stefnuloftnetum. Með sex sendi- tækjum hafa þeir samband við Bandaríkin, Kanada, Panama, Perú, Ástralíu, Nýja Sjáland og Hawaii. 9. júlí. Á 72 dögum hefur okk- ur nú rekið 3400 sjómílur vest- ur frá Perú. Við eigum aðeins 488 mílur ófarnar til næsta hugs anlegs lands á Marquesaseyj- unum. Þó að of snemmt sé að draga endanlegar ályktanir af reynslu okkar, höfum við gert ýmsar merkilegar athuganir. Ef frumbyggjar Perú hafa af ásettu ráði lagt upp í svona ferð, hafa þeir getað tekið með sér nægilegt af kartöflum og þurrkuðum mat til að komast til Polynesiu. Við höfum kartöfl- ur, gourdávexti og kókoshnet- ur í körfum á framþilfarinu, ó- varið fyrir öllum veðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.