Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 121

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 121
BALZAC 119 Hann skrifaði líka frú Delan- noy, sem svo oft hafði reynzt honum hjálparhella í peninga- málum, en hann aldrei þakkað henni að verðleikum. Hann virt- ist vera haldinn ósjálfráðri þrá til að bæta fyrir vanrækt vinar- hót og þakkir af sinni hálfu, áð- ur en það yrði of seint. Ef til vill var honum ljóst, að lítill tími var til stefnu. Gifting og heimkoma. Hvort sem Balzac var það ljóst eða gekk þess dulinn, hve alvarlegur heilsubrestur hans var, þá voru læknar hans ekki í neinum efa um, að honum myndi aldrei batna, og telja má víst, að þeir hafi skýrt frú de Hanska frá þeirri niðurstöðu sinni. Þar sem hún var þess full- vís, að hjónaband þeirra yrði ekki langt, ákvað hún að upp- fylla síðustu ósk mannsins, sem hafði beðið hennar svo lengi. Hinn 14. marz 1850, voru þau Balzac og frú de Hanska gefin saman í borginni Berdichev í Ukrainu. Hjónavígslan fór fram í kyrrþey, því að þau vildu ekki vekja eftirtekt. Biskupinn íZhit- omir, sem átti að framkvæma vígsluna, brást að vísu, en Bal- zac hlotnaðist sú ánægja, að vera giftur af ættgöfugum á- bóta, Czaruski greifa. Mánuði seinna lögðu þau af stað til Parísar, og tók ferðin mjög á heilsu Balzacs. Máttur- inn þvarr og sjóninni hrakaði. Sögulok. Lögmálið, sem réði örlögum Balzacs, var sjálfu sér sam- kvæmt allt til enda. Draumar- hans gátu aðeins orðið að veru- leika í bókum hans, en ekki í lífi hans sjálfs. Með ólýsanlegu erfiði, ótrúlegum fórnum og glæstum vonum hafði hann búið sér heimili, þar sem hann hugð- ist eyða síðustu „tuttugu og fimm árum“ ævi sinnar, við hlið konunnar, sem loks hafði ját- azt honum. Þegar allt var til- búið, flutti hann inn í nýja heim- ilið — aðeins til að deyja. Hann hafði sjálfur ráðið útbúnaði skrifstofunnar, þar sem hann ætlaði að ljúka við La comédie humaine, fimmtíu bindi í viðbót, en hann skrifaði ekki staf af þeim. Hann varð steinblindur, og eina bréfið frá Fortunéegötu, sem varðveitzt hefur, er skrifað með hönd konu hans, en neðst er ein lína, klóruð með erfiðis- munum af Balzac sjálfum: „Eg get hvorki lesið né skrifað leng- ur.“ Hann hafði komið sér upp snotru bókasafni, en hann leit aldrei í neina bók úr því. Setu- stofa hans var tjölduð gullnu silki og þar ætlaði hann að hafa boð inni fyrir hefðarfólk París- arborgar, en til þess kom aldrei. Læknarnir bönnuðu honum alla áreynslu, jafnvel að tala. Hann ætlaði að sýna vinum sínum, rithöfundum og listamönnum, hið glæsilega málverkasafn sitt, en þegar Victor Hugo kom i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.