Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 56

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 56
54 TJRVALi horfði á umhverfi mitt nú með augum æskunnar, þótti mér sem ég væri kominn í vitfirrtan heim. Og þá varð mér ljóst, að það hörmulegasta við ástandið er, að við sættum okkur við þessa dæmalausu villimennsku og teljum hana sjálfsagða. Það mætti ef til vill segja, að það sé farið með okkur eins og sauði, af því að við erum að verða að sauðum. Loks var okkur sagt að fara upp í flugvélina til London, sem beið um fimmtíu metra í burtu. En þá vorum við enn stöðvuð af einhverjum dular- fullum ástæðum. Nokkrir ungir lögreglumenn, sem höfðu á sér hermannasnið, voru önnum kafnir við flugvélina. Tröpp- urnar voru fluttar frá henni, og dyrum hennar, sem höfðu verið opnar, var lokað. Við biðum í tíu mínútur, án þess að nokkuð gerðist, nema að það heyrðist í hreyflum fjarlægra flugvéla og í vindinum, sem þaut yfir flugvellinum. Við biðum þögul, eins og hver annar dauður farmur. Loks komu fleiri lögreglumenn og höfðu sjúkrabörur með- ferðis. Dyr flugvélarinnar voru opnaðar og komið var út með ungan mann og hann lagður á börurnar. Hann var með lokuð augu og höfuð hans hékk máttlaust niður á brjóstið. Lög- reglumennirnir báru hann í burtu reiðilaust eins og hann væri skran, sem þeir hefðu tekið úr flugvélinni. Við héldum dauðahaldi um hina dýrmætu pappírssnepla okkar og settumst í sæti okkar í vélinni. Ungi maðurinn var sóma- samlega til fara og leit ekki út fyrir að vera neinn þorpari. Sennilega hefur hann ætlað að komast hjá rekstrinum og rann- sókninni, og hefur verið svo mikill bjáni að ímynda sér, að hann gæti falið sig í flugvélinni. Hvað skeð hefur þær tíu mínútur, sern hurðin var lokuð og lögreglumennirnir voru inni í vélinni, veit ég ekki, og ég fæ sennilega aldrei að vita það. (í þessum heimi hinna öru samgangna og fullkomnu frétta- þjónustu, sem æpir í eyru okkar dag og nótt, vitum við sífellt minna og minna.) Ef til vill hefur hann veitt viðnám og hefur verið sleginn í rot. Ef til vill hefur hann fallið í ómegin af skelfingu. Ef til vill var hann líka brjálaður, enda þótt hann liti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.