Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 113

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 113
BALZAC 111 við andstreymið — vonin um að geta setzt að í nýja húsinu, þar sem hann gæti unnið upp tímann, sem eyðzt hafði í Sar- diníuförinni. En hann varð einnig fyrir vonbrigðum að þessu leyti. Ekkert var tilbúið. Landið var „eins bert og lófi manns,“ húsið var ekki fok- helt og hann gat ekki tekið til við ritstörf sín í Les Jardies, af því að iðnaðarmennirnir og verkamennirnir höfðu slæpzt við verkið. Af hinni venjulegu óþolinmæði sinni fór hann að reka á eftir þeim, og áður en síðasta fjölin hafði verið negld á þakið, flutti hann í húsið, þvert ofan í fyrirmæli læknis síns, sem taldi heilsu hans hættu búna af raka nýbyggðs húss. Litla húsið, sem á einkenni- legan hátt var forboði bygging- arlistar Le Corbusiers og fylgj- enda hans, líktist einna helzt tómu fuglabúri. I garðinum, sem Balzac hafði hugsað sér sem eftirlíkingu Parísar, teygðu dreifð aldintré naktar greinar sínar til himins og ekkert strá gægðist upp úr leirkenndum jarðveginum. Enginn reikning- ur hafði enn verið greiddur og ekkert óx í þessum Edenslundi nema vextirnir af veðskulda- bréfunum. Svo skall ógæfan yf- ir fyrir alvöru. I ákafa sínum hafði Balzac láðzt að fá sérfræðing til að athuga jarðveginn, sem var mjúk og hál leirjörð. Einn morgun vaknaði hann við ógur- legan skruðning og þaut út að glugganum. Himinninn var skaf- heiður og hvergi skýhnoðra að sjá: það var ekki þrumugnýr, sem hafði vakið hann, heldur hrun hins dýra veggjar, sem girti land hans. Girðingarveggurinn kringum land Balzacs var honum ómiss- andi. Hann var tákn einangr- unar hans frá umheiminum og efldi þá trú hans, að hann ætti landið, sem hann stóð á. Verka- menn voru fengnir til að byggja vegginn að nýju, en eftir nokkra rigningardaga vaknaði hann aft- ur við skruðninginn. Gljúpur jarðvegurinn hafði sígið enn einu sinni og veggurinn fallið. Hann varð að þola illkvittið skens Parísarbúa. I öllum dag- blöðum birtust meira eða minna sannar skrítlur um hús Balzacs. Því var meira að segja haldið fram, að hann hefði gleymt að setja stiga í húsið. Balzac einangraði sig enn meir og hætti að bjóða fólki heim, en árangurslaust. Forn- vinir hans, fógetarnir og aðrir lagasnápar, töldu ekki eftir sér að klífa brekkuna og rýma til í hýbýlum hans með því að flytja á brott dýrmætustu hús- gögnin. Hvenær sem hann fékk tilkynningu um það frá varð- stöð sinni, að grunsamlegur náungi væri á ferli í nágrenn- inu, flutti hann verðmætustu gripi sína yfir í bústað greifa- frúarinnar. Þegar hættan var liðin hjá og hinn vonsvikni fó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.