Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 82

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 82
80 ÚRVAL Balzac tókst, með ómótstæði- legum áhrifum sínum, að telja Monsieur d’Assonvillez, er var vinur fjölskyldunnar, á það að leggja fram fimm þúsund franka upp í prentunarkostnaðinn. Áð- ur en eitt einasta bindi var selt, hafði Balzac fest f jórtán þúsund franka af annarra manna fé í þessu fyrirtæki, sem hann bar einn ábyrgð á. Frá viðskiptalegu sjónarmiði var fyrirtækið dauðadæmt þeg- ar í upphafi. Þar sem Balzac vildi tryggja sér sem mestan gróða, ákvað hann að hvert ein- tak skyldi kosta tuttugu franka. Þetta skaut bóksölum skelk í bringu; í stað þess að fyrstu þúsund eintökin yrðu undanfari fjölmargra endurprentana, eins og Balzac hafði dreymt um, lágu þau óhreyfð í geymslu prent- smiðjunnar; hvorki bóksalarnir né almenningur kærði sig um þau. Af þessu mikla upplagi höfðu aðeins tuttugu eintök selzt í árslok. f stað þess að verða ríkur, eins og Balzac hafði ætlað sér, var hann nú orðinn skuldugur um 15.000 franka. Það eina, sem gat dregið úr þessu mikla tapi, var að hætta meira fé í fyrirtækið. Það hlaut að hafa verið skekkja í fyrsta útreikningnum, og Balzac þótt- ist hafa fundið hana. Það var slæmur gróðavegur að vera að- eins útgefandi, af því að hin dýra prentun gleypti bróður- partinn af ágóðanum. Hvorki starf rithöfundarins né útgef- andans var gróðavænlegt, held- ur prentunin. Balzac ákvað að setja á stofn prentsmiðju. Hann komst í samband við ágætan setjara, André Barbier, sem tók að sér að sjá um tæknihliðina á Imjprimene Honoré Balzac * I Maraisgötu, þröngu og dimmu sundi á vinstri Signu- bakka, var lítil prentsmiðja, sem var til sölu, af því að hún hafði skilað litlum arði. Eigandi prent- smiðjunnar var allshugar feginn að hitta mann, sem bauð honum gott verð, eða lofaði að minnsta kosti að greiða honum gott verð og setti sæmilega tryggingu fyr- ir greiðslunni. Balzac þurfti á fimmtíu til sextíu þúsund frönkum að halda — þrjátíu þúsund fyrir leyfið og fyrirtækið, tólf þúsund handa Barbier og afganginn til endur- nýjunar á tækjum prentsmiðj- unnar, sem orðin voru úrelt. Það virtist ekki vera neinn hægðar- leikur fyrir hann að fá slíka f jár- hæð að láni, þar sem hann átti ekkert til og skuldaði auk þess fimmtán þúsund franka. Sem betur fór, eða ver, tókst honum að útvega sér góða ábyrgðar- menn, þar sem þeirra var sízt von. Foreldrar hans ákváðu að ganga í ábyrgð fyrir þrjátíu þúsund frönkum, sem frú Delan- noy, vinkona þeirra, lánaði. Af- ganginn útvegaði hin fórnfúsa frú de Berny. Fyrirtækið gekk illa frá upp- * Prentsmiðja H. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.