Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 57

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 57
A FLUGVELLINUM 55 ekki út fyrir að vera það. En ég efast um að hann hafi ver- ið brjálaðri en við hin, sem erum stöðugt að skapa stærri og stærri vélar, sem veita okkur æ minna svigrúm til að lifa lífinu eins og manneskjur. Himinninn er okkar, en aðeins ef við göngum gegnum hlið, sem er þrengra en nokkurt annað hlið. Þannig er flugvöllurinn tákn þeirrar aldar, sem við lif- um á. Við skulum ekki vera að blekkja okkur með því, að þetta ástand stafi af stjórnmála- ástæðum einum saman, að það megi rekja það til deilunnar milli opinbers reksturs og einkareksturs. Það virðist ekki vera neinn reginmunur á því tvennu að þessu leyti. Meðan skortur á fæði og klæðum eykst, vinna æ fleiri fullhraustir karlar og konur, sem gætu gert eitthvað þarfara, að því að stimpla eyðublöð, skrifa skýrslur og draga sam- borgara sína í dilka. Það er líka eftirtektarvert og táknrænt, að eina fólkið á flugvöllunum, sem ekki þarf að fara eftir reglunum, er fólkið, sem setur reglurnar. Mennimir, sem skipa þér í biðröð, þurfa ekki að standa í henni sjálfir. Og jafnvel lægstsettu undir- menn þeirra hirða ekki um nákvæmnina og hlýðnina, sem krafist er af þér. Nei, allar stefnurnar og kerfin — kapítal- ismi, opinber fyrirtæki, sósíal- ismi og kommúnismi — æða öskrandi sömu brautina, og varpa mannlegum verðmætum, sæmd og virðuleika í forina á leið sinni. Eiginkonur fá ekki að fara til manna sinna, mæður ekki til barna sinna, listamenn ekki til starfs síns og kennarar ekki til nemenda sinna, en stjórnarvélin, hið opinbera eftirlit, hin nýja harðstjórn, má ekki stöðvast, að því að manni er sagt, en við dirfumst ekki að spyrja hvers vegna og í hverra þágu hún vinni. Hvaða breytingar, sem við gerum, verða þær aðeins til þess, að meira ber á þessu kynlega, vélræna fyrirkomulagi, eins og við hefðum öll ákveðið undir niðri, að svifta okkur öllu mannlegu og afneita öllum draumum okkar. Ef þið veljið um menningarstefnur, þá er öðrum megin tjaldsins lagt kapp á að halda á lofti falskri bjart- sýni, til þess að þóknast flokks- leiðtogum; en hinum megin er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.