Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 101

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 101
BALZAC 99 fara með sig í ferðalag til Vest- nr-Evrópu. í ársbyrjun 1833, lagði heil lest upp frá Wierzshownia. De Hanskihjónin ferðuðust, að hætti rússneska aðalsins, í eigin farartækjum, með fjölda þjóna og ógrynni farangurs. Fyrsti aðaláningarstaðurinn var Vínarborg, áreiðanlega samkvæmt ósk Monsieur de Hanski, því að hann átti marga vini þar, en val Neuchátel fyrir sumardvalarstað var eflaust runnið undan rif jum konu hans, því að sá staður var nógu nálægt frönsku landamærunum, tii þess að gera Balzac kleift að hitta hana, ef honum var alvara. Balzac kvað sig fúsan að ferðast undir dulnefni, til þess að vekja ekki grun, og það var ákveðið, að hann yrði aðeins nokkra daga í Neuchátel í þetta skipti, en kæmi aftur í október og væri þá í mánuð. Eftir fjög- urra daga erfiða ferð, kom hann til Neuchátel hinn 25. september, úrvinda af þreytu. Við komuna fékk hann bréf með fyrirmælum um, að hann skyldi vera á gangi á ákveðnu stræti rnilli klukkan tvö og f jögur daginn eftir. Hann var svo aðframkominn, að hann gat varla hripað henni miða, til þess að tilkynna komu sína og grátbæna hana, ,,í guðs bænum, segið mér frá hinu rétta nafni yðar!“ Hann hafði heitið því að elska hana að eilífu og að deyja fyrir hana, en hann vissi ekki, hvern- ig hún leit út og var ekki kunn- ugt um neitt annað en að skírn- arnafn hennar var Eva. Engar heimildir eru til um þennan þýðingarmikla fund. Og ekkert er vitað með vissu nema það eitt, að á fyrsta leynifundi þeirra hafa verið lögð ráð á um að þau gætu hitzt með eðlilegum hætti, svo að hún gæti kynnt hann fyrir hinum grunlausa eigin- manni sínum sem kunningja. Að minnsta kosti var Balzac kynntur De Hanski fjölskyld- unni þetta sama kvöld, og í stað þess að geta sýnt hinum „elsk- aða engli“ ást sína í raun eins og hann hafði vonað, varð hann nú að halda uppi samræðum við eiginmannninn og frænku hans. Aðeins einu sinni eða tvisv- ar tókst frú de Hanska að laumast brott frá heimili sínu og hitta Balzac í einrúmi. Enda þótt hann hefði ótt- azt, að henni litist ekki á sig — hann játaði það fyrir henni síðar: „Ég var smeykur um, að þér fyndist lítið til um mig!“ — þá rættist úr því von- um framar. Hún leyfði honum jafnvel að kyssa sig. Þetta ást- armerki hlaut að vekja vonir Balzacs um að hann ætti meira í vændum. Frá sér numin af fögnuði snéri hann aftur til Parísar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.