Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 75

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 75
BALZAC 73 nema þegar hann skrapp eftir brauði, ávöxtum eða kaffi, sem var hið ómissandi örvunarlyf fyrir þreyttar taugar hans. í janúar 1820, eftir fjögurra mánaða sleitulausan þrældóm, var uppkast að leikritinu tilbúið. Örlagastundin mikla var runnin upp — hvort Frakklandi og heiminum hefði fæðzt nýr snill- ingur í persónu Honoré Balzacs. Foreldrarnir biðu óþolinmóðir komu vandræðabarnsins með rímaða leikritið. Ástandið á heimilinu hafði breytzt dálítið til batnaðar, einkum vegna þess, að eftirlætissystirin, Lára, hafði gifzt efnuðum verkfræðingi, De Surville að nafni. Dómurinn um það, hvort Hon- oré væri gæddur snilligáfu eða ekki, átti að falla að loknum lestri leikritsins fyrir heimilis- fólkið. Foreldrarnir skipuðu ekki einungis hinn nýja tengdason sinn, De Surville, í dómnefnd- ina, heldur og dr. Nacquart, sem varð síðan vinur Balzacs alla ævi, læknir hans og aðdáandi. Enginn af þeim, sem viðstadd- ir voru þessa kynlegu athöfn, er stóð í þrjár eða fjórar klukku- stundir, hafa lýst henni eða á- hrifum þeim, sem hún hafði. Það er engum efa bundið, að áheyr- endurnir hafa átt erfitt með að skera úr um það, hvort þessi leikrits-óskapnaður, sem þeir höfðu verið að hlýða á, væri lé- legt skáldverk eða þeim hefði aðeins leiðzt það persónulega. Þar sem viðstaddir voru á báð- um áttum, stakk De Surville upp á því, að það yrði lagt fyrir dómbæran mann til álitsgerðar. Hann bauðst til að fá bók- menntasöguprófessor einn, Mon- sieur Andrieux, er hann þekkti,. til þess að dæma um leikritið. Dómur Andrieux um leikrit Balzacs, hefur hlotið staðfest- ingu síðari kynslóða, og það verður að segja honum til lofs, að gagnrýni hans á þessu verki fól ekki í sér það álit, að Honoré hefði enga rithöfundarhæfileika. Hann skrifaði frú Balzac mjög kurteislega: „Það er fjarri mér, að vilja verða til þess, að draga kjark- inn úr syni yðar, en ég er þeirr- ar skoðunar, að hann gæti not- að tímann til annars þarfara en að skrifa harmleiki og gleðileiki. Ef hann vill gera mér þá ánægju að heimsækja mig, skal ég skýra fyrir honum, hvernig heppileg- ast er, að mínu áliti, að kynna sér fagrar bókmenntir og njóta góðs af þeim, án þess að þurfa að hafa skáldskap að ævistarfi.“ Þetta var skynsamleg mála- miðlun og foreldrar Honorés tóku henni fegins hendi. Ef pilt- inn langaði til að halda áfram að skrifa, hví ekki að leyfa hon- um það ? En hann varð auðvitað að hegði sér í samræmi við ráð- leggingu Andrieux prófessors — hann mátti ekki verða poéte de profession* heldur hafa skáld- skapinn sem aukagetu með heil- * Atvinnuskáld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.