Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 105

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 105
BALZAC 103 Ógæfuár. Balzac var ekki fyrr kominn frá Vínarborg en ógæfan dundi yfir. Hann varð að endurgjalda ánægjuna og iðjuleysið með auknum áhyggjum. Áður en hann lagði upp í Vínarferðina, hafði hann herjað út eins miklar fyrirframgreiðsl- ur og mögulegt var. Hann hafði ekki einungis selt endurútgáfu- réttinn að gömlu reyfurunum, sem komið höfðu út undir dul- nefninu Saint Aubin, heldur hafði hann líka selt tímaritinu Revue des Deux Mondes nýja bók, Les mémoires d’une jeune mariée. En hann var ekki far- inn að skrifa þá bók, og útgef- andi hans, Buloz, beið eftir loka- köflunum í Séraphita, sem hann hafði byrjað að birta í smá- köflum fyrir mörgum mánuðum. Tímatal hans gerði ekki ráð fyrir neinum hvíldardögum, og í Vínarborg hafði hann fallið fyrir freistingum, sem rugluðu allar áætlanir hans. Buloz neydd- ist til að hætta við útgáfu Séraphita, þó að henni væri ekki lokið, en áskrifendurnir tóku það að vísu ekki mjög nærri sér, því að þeim féll bókin ekki vel í geð. Hitt var miklu alvar- legra, að Balzac hafði ekki skrifað staf af Les mémoires d’une jeune mariée. enda búinn að missa allan áhuga á því verki, því að í Vínarferðinni hafði honum dottið í hug efni í aðra skáldsögu — Le lys dans la vallée. Ferðalög höfðu ávallt örvandi áhrif á skáldgáfu hans. Hann bauð Buloz þessa nýju sögu í stað hinnar, og sendi hon- um fyrstu kaflana meðan hann var í Vínarborg. Buloz féllst á þetta og lét prenta kaflana, en honum f annst að hann ætti samt sem áður hönk upp í bakið á Balzac fyrir svikin með Séraphita. Um skeið hafði tímaritið Revue Etrangére komið út í Pétursborg, og kynnti það rússneskum lesendum nýj- ustu franskar bókmenntir með því að birta þær samtímis og þær komu út í París eða jafn- vel fyrr. Buloz gerði samning við þetta tímarit og leyfði því að birta verk þeirra höfunda, sem skrifuðu fyrir Revue des Deux Mondes og Revue de Paris, og seldi hann því próf- arkir í þessu augnamiði. Balzac var vinsælastur franskra höf- unda í Rússlandi um þessar mundir, og Buloz var ekkert að tvínóna við áð selja rússneska tímaritinu prófarkirnar af Le lys dans la vallée. Balzac skuldaði honum hvort eð var og var því ekki líklegur til að gera veður út af þessu. Balzac hafði ekki fyrr frétt af tiltækinu við komu sína til Parísar, en hann rauk á Buloz eins og sært ljón. Hann má eiga það, að það var ekki aðallega peningahlið málsins, sem olli reiði hans, heldur þótti honum listamannsheiðri sínum hafa verið misboðið. Buloz hafði sent fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.