Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 15
GJAFIR VITRINGANNA 13 höndum. Einu sinni hikaði hún og stóð kyrr á meðan eitt eða tvö tár féllu á rauða, slitna gólfteppið. Hún brá sér í brúnu treyjuna og setti á sig brúna hattinn. Með þyt í pilsunum og glamp- ann enn í augunum þaut hún út um dyrnar, niður stigann og út á götuna. Hún nam staðar fyrir fram- an skilti með álitruninni: „Madame Sofronie. Hár af öllum gerðum“. Ella hljóp upp á fyrstu hæð og nam staðar más- andi. Madame Sofronie var stór, hvít og kuldaleg. „Viljið þér kaupa hárið af mér?“ spurði Ella. „Ég kaupi hár,“ sagði frúin. „Takið af yður hattinn og lofið mér að sjá hvernig það lítur út.“ Aftur féll brúni fossinn niður um herðar hennar. „Tuttugu dali,“ sagði frúin og lyfti hárinu með æfðri hendi. „Látið mig fá þá fljótt,“ sagði Ella. Og næstu tveir tímar liðu áfram á rósrauðum vængjum. Gleymið samlíkingunni, hún er -misheppnuð. Ella var að leita í búðunum að gjöfinni handa Jim. Hún fann hana að lokum. Hún hafði sannarlega verið gerð handa Jim og engum öðrum. Það var ekkert henni líkt í neinni búð, og hún hafði leitað í þeim öllum, hátt og lágt. Það var platínuúrfesti, einföld og látlaus að gerð, sem bar gildi sitt í efninu eingöngu, en ekki í yfirgengilegu útflúri — eins og allir góðir hlutir eiga að gera. Hún var jafnvel samboðin úrinu. Um leið og Ella sá hana, vissi hún, að Jim varð að eignast hana. Hún var eins og Jim — yfirlætislaus og verðmæt — lýsingin átti jafnvel við bæði. Tuttugu og einn dal tóku þeir fyrir hana, og hún flýtti sér heim með 87 sentin. Með þessa festi við úrið gat Jim litið á það í viðurvist hvers sem var. Þó að úrið væri glæsilegt, leit hann oft á það í laumi vegna gömlu, slitnu leður- reimarinnar, sem hann varð að notast við í stað úrfestar. Þegar Ella kom heim varð gleðivíman að þoka nokkuð fyrir hyggni og forsjálni. Hún náði í krullujárnið sitt, kveikti á gasinu og bjóst til að gera við þær skemmdir, sem gjaf- mildi hennar að viðbættri ást-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.