Úrval - 01.07.1954, Side 7

Úrval - 01.07.1954, Side 7
UPPELDI 1 ANDA OFBELDIS 5 Þegar börnin eldast standa þeim til boða ódýrar glæpasög- ur í vasabókarstærð í öllum blaðsölutumum landsins. Af höfundum slíkra bóka er Mickey Spillane mest lesinn. Bækur hans koma út í 200 milljónum eintaka hver. Hann er fyrrverandi myndasöguhöf- undur og hefur engu gleymt: of- beldi er uppistaðan, ívafið kvalalosti og sjúk ásthneigð. En Spillane er ekki einn um hit- una, ýmsir glæpasöguhöfundar hafa lært af honum listina. Hér er dæmi, tekið af handa- hófi: kvenhetja sögunnar hefur gefið elskhuga sínum eitur og hann liggur í krampa á gólf- inu: „Hver einasti krampa- kippur í líkama hans fór eins og lostakippur um hana sjálfa.“ Og um leið og hann deyr „nær frigðarskjálfti hennar há- marki“. Nokkur formálsorð eru í bókinni eftir kunnan taugalæknir í New York. Segir hann þar, að sagan sé lær- dómsrík — „hárrétt sjúkdóms- mynd af nymfomani“*, og lýk- ur meðmælum sínum með því að láta í ljós þá skoðun, að „því útbreiddari sem þekkingin á sjúkdómum mannanna verður, því meiri von er til að unnt verði að lækna þá“. Röksemdin er athyglisverð, því að sú hugsun, að því meira sem maður róti í óþverranum, því hreinni verður maður, geng- * Sjúkleg vergirni. ur eins og rauður þráður gegn- nm hin fjölmörg meðmæli og hrósyrði, sem amerískir tauga- læknar og barnasálfræðingar hafa látið myndasöguframleið- endunum í té. I myndasögu- heftum þar sem morðfýsn og grimmd mætir lesandanum á hverri síðu, eru heilsíðuaug- lýsingar með meðmælum frá þekktum sérfræðingum, sem segja, að þetta sé gagnleg lesn- ing fyrir börn. Þessir sömu sérfræðingar skrifa langar greinar í dagblöðin, þar sem þeir verja hrollvekjuefni myndasöguheftanna og sjón- varpsins og segja, að það hjálpi börnunum til að veita ofbeldis- hneigð sinni útrás á meinlaus- an hátt. I einni slíkri grein eftir kunn- an amerískan taugalækni segir svo: „Þó að drengurinn yðar leiki Súpermann og brjóti hús- gögnin, skuluð þér ekki láta það á yður fá. Hann er aðeins að veita útrás löngun, sem er nauð- synleg, ef heimurinn á að standa — lönguninni til að brjóta hið illa á bak aftur“. Seinna í grein- inni segir hann, að foreldrar þurfi ekki að óttast, að glæpa- og ofbeldislýsingar myndasögu- heftanna leiði börnin til að fremja samskonar afbrot — slík áhrif geti þær aðeins haft á börn, sem séu ekki andlega heilbrigð fyrir. Heilbrigðum börnum séu myndasögurnar að- eins skemmtun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.