Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 7
UPPELDI 1 ANDA OFBELDIS
5
Þegar börnin eldast standa
þeim til boða ódýrar glæpasög-
ur í vasabókarstærð í öllum
blaðsölutumum landsins. Af
höfundum slíkra bóka er
Mickey Spillane mest lesinn.
Bækur hans koma út í 200
milljónum eintaka hver. Hann
er fyrrverandi myndasöguhöf-
undur og hefur engu gleymt: of-
beldi er uppistaðan, ívafið
kvalalosti og sjúk ásthneigð. En
Spillane er ekki einn um hit-
una, ýmsir glæpasöguhöfundar
hafa lært af honum listina.
Hér er dæmi, tekið af handa-
hófi: kvenhetja sögunnar hefur
gefið elskhuga sínum eitur og
hann liggur í krampa á gólf-
inu: „Hver einasti krampa-
kippur í líkama hans fór eins
og lostakippur um hana sjálfa.“
Og um leið og hann deyr „nær
frigðarskjálfti hennar há-
marki“. Nokkur formálsorð
eru í bókinni eftir kunnan
taugalæknir í New York. Segir
hann þar, að sagan sé lær-
dómsrík — „hárrétt sjúkdóms-
mynd af nymfomani“*, og lýk-
ur meðmælum sínum með því að
láta í ljós þá skoðun, að „því
útbreiddari sem þekkingin á
sjúkdómum mannanna verður,
því meiri von er til að unnt verði
að lækna þá“.
Röksemdin er athyglisverð,
því að sú hugsun, að því meira
sem maður róti í óþverranum,
því hreinni verður maður, geng-
* Sjúkleg vergirni.
ur eins og rauður þráður gegn-
nm hin fjölmörg meðmæli og
hrósyrði, sem amerískir tauga-
læknar og barnasálfræðingar
hafa látið myndasöguframleið-
endunum í té. I myndasögu-
heftum þar sem morðfýsn og
grimmd mætir lesandanum á
hverri síðu, eru heilsíðuaug-
lýsingar með meðmælum frá
þekktum sérfræðingum, sem
segja, að þetta sé gagnleg lesn-
ing fyrir börn. Þessir sömu
sérfræðingar skrifa langar
greinar í dagblöðin, þar sem
þeir verja hrollvekjuefni
myndasöguheftanna og sjón-
varpsins og segja, að það hjálpi
börnunum til að veita ofbeldis-
hneigð sinni útrás á meinlaus-
an hátt.
I einni slíkri grein eftir kunn-
an amerískan taugalækni segir
svo: „Þó að drengurinn yðar
leiki Súpermann og brjóti hús-
gögnin, skuluð þér ekki láta það
á yður fá. Hann er aðeins að
veita útrás löngun, sem er nauð-
synleg, ef heimurinn á að standa
— lönguninni til að brjóta hið
illa á bak aftur“. Seinna í grein-
inni segir hann, að foreldrar
þurfi ekki að óttast, að glæpa-
og ofbeldislýsingar myndasögu-
heftanna leiði börnin til að
fremja samskonar afbrot —
slík áhrif geti þær aðeins haft
á börn, sem séu ekki andlega
heilbrigð fyrir. Heilbrigðum
börnum séu myndasögurnar að-
eins skemmtun.