Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 6

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL hinum geysilegu vinsældum myndasöguheftanna, að það sé þetta, sem fólkið vilji helzt sjá og heyra. Þó að sannleikurinn sé raunar sá að ,,fólkið“ sé saklaus fórnardýr þróunar, sem orðin er að vítahring, er eng- inn hefur kjark eða dug til að rjúfa. Það er byrjað á börnun- um. Dr. Wertham hefur í grein í amerísku blaði lýst, hvernig aðfarirnar eru. Lítill drengur, sem kemur í bíó í fyrsta skipti, horfir á kúrekamynd, þar sem hann sér m. a. þorparann, stæði- legan karlmann, skjóta augun úr feitum og hlægilegum hreppstjóra. Svo sér hann lög- hlýðinn bónda tekinn af lífi án dóms og laga, hengdan í tré. Hann sér fætur hans dingla í loftinu og heyrir hann æpa. Hann verður skelfingu lostinn, eins og sérhver heilbirgður maður mundi verða. En í kring- um hann sitja eldri félagar hans. Þeir hlæja og æpa af æs- ingi og eftirvæntingu. Og á eft- ir lýsa þeir hrifningu sinni yf- ir hetjuskap þorparans. Ef drengurinn lætur í ljós ótta sinn og óbeit, er hann kallaður sissy (kveifarlegur), en það er mesta smánarorð, sem nokkur ame- rískur drengur getur fengið á sig. Það barn er ekki til, sem getur staðið eitt með tilfinn- ingar sínar og skoðanir, and- stæðar skoðunum og tilfinning- um allra félaga sinna. Og ef það vill ekki lifa í sífelldum ótta, verður það að venjast kvik- myndunum, myndasögunum og sjónvarpssendingunum. Því að sjónvarps- og kvikmyndafram- leiðendur hafa lært af mynda- söguheftunum, oft svo nákvæm- lega, að þekkja má atburðina. Kunnur, amerískur sjónvarps- höfundur, sem annast barna- tíma í sjónvarpi, hefur lýst vinnubrögðunum: ,,Við verðum að vinna aftur á bak. Okkur er fengið sem efniviður eitthvert óhugnanlegt ódæðisverk, og svo verðum við að búa til sögu ut- an um það.“ Hér fara á eftir nokkrar svipmyndir úr bama- dagskrá ameríska sjónvarpsins: Bráðnu járni er hellt yfir bund- inn mann; fólk er brennt inni, dauðastríð og kolbrunnin and- lit eru sýnd í nærmyndum; stúlkur eru kæfðar, stungnar rýtingi, kvaldar og hengdar; aftökur án dóms og laga, flest- ar hengingar, með myndum af andlitum hinna hengdu. Það er hægt að banna börn- unum að fara í bíó, horfa á sjónvarp og lesa myndasögur. En það eru margar leiðir inn á heimilin. f amerískum tuggu- gúmmípökkum eru myndir, líkt og við þekkjum hér heima í haframjöls- og kaffibætis- pökkum. En myndaefnið er næsta furðulegt — ungbam sefur í vöggu, og yfir því gín eiturslanga, reiðubúin að höggva; stór, ókennilegur fugl er að kroppa innyflin úr bundn- um manni; hendur eru höggn- ar af bundnum manni, o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.