Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 25
LlKAMSBYGGING OG SKAPGERÐ
23
líffæri kviðarholsins, eru sér-
staklega þroskamikil. Sheldon
kallar þessa gerð „kviðgerðina“.
Hjá annarri líkamsgerðinni er
það einkum „millilagið" —
vöðvar, beinagrind, hjarta og
æðakerfi, sem mest er þroskað.
Þessa gerð kallar Sheldon
„vöðvagerðina". Loks er þriðja
líkamsgerðin. Hennar einkenni
eru þau, að „yzta lagið“ — hör-
und, hár og taugakerfi, þar með
talinn heilinn — hefur þroskast
mest. Sheldon kallar hana
taugagerðina“.
Við þekkjum mjög vel allar
þessar gerðir. Við mætum þeim
daglega, og þó að flestir menn
hafi, eins og áður segir, í sér
eitthvað af öllum þessum lík-
amsgerðum, þá er sjaldan erfitt
að sjá hvaða gerð er ríkjandi —
að skera úr um það hvort hlut-
aðeigandi er kviSmaöur, vöðva-
maður eða taugamaður.
„T/-VIÐMAÐURINN“ hefur
mikinn brjóstkassa, en þó
einkum mikinn kvið. Hann er
gildvaxinn, en sjaldan hár, og
útlimirnir eru að jafnaði stuttir
og tiltölulega veikbyggðir. —
Hryggurinn er beinn (oft er
kviðmaðurinn neyddur til að
ganga fattur vegna þess að
hann er þungur og mikill að
framan); hálsinn er stuttur,
höfuðið hnöttótt, hárið mjúkt
og dettur snemma af á karl-
mönnum. Húðin er mjúk og
slétt. Oft er „kviðmaðurinn"
feitlaginn, þannig að hið lítt
þroskaða vöðvakerfi er hulið
undir þykku fitulagi.
Hreinræktaðan „vöðvamann“
kannast þeir við, sem séð hafa
„ofurmennið“ (Superman) í
ameriskum myndasögum. Lík-
aminn er grennri að sjá á hlið
en að framan eða aftan. Vöðv-
arnir eru miklir (en ekki alltaf
eins kraftamiklir og ætla
mætti!), brjóstkassinn miklu
þroskameiri en kviðurinn, og
rassinn í stærra lagi. Hryggur-
inn er beinn, höfuðið ferkant-
að, hárið strítt og húðin þykk
og gróf. Andlitið er stórt í hlut-
falli við höfuðið. Hárið byrjar
að detta af fremst á höfðinu.
• Þriðja líkamsgerðin, „tauga-
maðurinn11, — er langur og
mjór, og séður frá hlið enn þá
grannvaxnari enn „vöðvamaður-
inn“. Hann er oft lotinn; hrygg-
urinn ekki ósvipaður S í laginu.
Brjóstkassinn er þunnur og flat-
ur, en oft nokkuð langur í hlut-
falli við flatan og stuttan kvið-
inn. Útilmirnir eru langir og
grannir, en búa oft yfir meiri
kröftum en útlitið gefur til
kynna; einkum er taugamaður-
inn oft gæddur furðanlegri
seiglu og líkamsþoli. Hálsinn er
langur og grannur, andlitið lítið
í hlutfalli við höfuðið og oftast
með þríhyrningslögun. Andlits-
drættirnir eru smágerðir, nefið
hvasst, vanginn þunnur, ennið
oft hátt og breitt og húðin þunn
og þurr. Að jafnaði hafa menn
af þessari gerð þykkt hár og
verða sjaldan sköllóttir.