Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
ritu var svo eðlileg, að mér
varð ósjálfrátt á að bregða fyr-
ir mig skræku röddinni, en það
varð til þess að Margherita hélt
áfram blekkingu sinni..
Ég veit, að skrifað orð er lít-
ils megnugt að því leyti að það
getur ekki lýst blæbrigðum
raddanna, þegar tvær persónur
tala saman. TJr því að ekki er
hægt að lýsa röddinni með orð-
um, verð ég að finna eitthvert
annað ráð. I eftirfarandi samtali
eru skáletruðu orðin töluð með
uppgerðarrödd, hin sem eru
prentuð með latnesku letri
tákna að röddin sé eðlileg:
Margherita: Hver er petta?
Nino: Þaö er ég, Nino.
Margherita: Herra Guareschi
og kona hans eru farin til
Comovatnsins.
Nino: Heyrðu mig, Marghe-
rita. Þetta er ég, Giovannino!
Margherita: Ó, er þetta þú,
Giovannino? Þú ?
Nino: Já, ég . . . Nei, ég
meina ég, Margherita!
Margherita: Þú . . . Nei, ég
er Margherita!
Nino: En þetta er ég, Marghe-
rita! Nino!
Margherita: Margherino?
Nino: Giovannita!
Astandið var alvarlegt. Ég
þurrkaði svitann af enninu og
reyndi að vera rólegur; svo bar
ég tækið aftur að eyranu. Ég
heyrði að það var ógurlegur
hávaði í Albertino og Hertoga-
frúnni og allt í einu hrópaði
Margherita í örvæntingu: „Ró-
leg! Róleg! Ég veit ekki hvað ég
á að halda, hvort ég er faöirinn,
eða hann er móðirin . . .“
Ég sleit samtalinu og sendi
heim bréf með hraðboða. Þegar
ég kom heim um kvöldið, spurði
Margherita: „Varst það þú sem
hringdir í mig um ellefuleytið ?“
„Já, það var ég.“
„Það vorum þá við bæði“,
sagði Margherita og létti ber-
sýnilega. „Ég hef haft áhyggj-
ur af þessu síðan í morgun.
Lífið er svo viðsjárvert og alls-
staðar eru gildrur. Stundum
spyr maður jafnvel sjálfan sig:
„Er þetta ég sjálf eða er ég
þú?“
„Þetta er alveg satt“, sam-
sinnti ég.
Margherita stóð við gluggann
og gægðist út. „Framtíð okkar
er dimm eins og náttmyrkrið",
andvarpaði hún.
Ég opnaði þegjandi ventlana
í gluggahlerunum, sem höfðu
verið lokaðir, og Margherita
varð aftur vonbetri um framtíð-
ina.
Hinn ókunni.
Það kemur að því fyrr eða
seinna í hverri fjölskyldu, að
föðurnum verður allt í einu
ljóst að einhver ókunnugur er
á heimilinu. Ég man vel hve-
nær það gerðist. Við sátum við
borðið og ég var að virða fjöl-
skylduna fyrir mér. Jú, við vor-
um þarna fjögur eins og vant
var: Ein Margherita, einn Al-
bertino, ein Hertogafrú og einn