Úrval - 01.07.1954, Side 13

Úrval - 01.07.1954, Side 13
UPPELDI 1 ANDA OPBELDIS 11 þess að eitthvað gerist. I hverf- inu mætir hann fjandskap og tortryggni. Hann er ekki lengur barn, og auk þess ráða nú aðrir flokkar í götunni og foringjarn- ir eru aðrir en þeir sem hann þekkti. Enginn kærir sig um að taka hann í vinnu, enginn hefur not fyrir hann — nema bófarnir sem hann hefur lært að dást að og líkja eftir. Það hefur verið varið miklu fé og vinnu til að bæta það á- stand, sem er rótin að þessu böli. Foreldrafélög, kennarafé- lög o. fl. hafa reynt að hamla á móti þeim spillingaráhrifum, sem æska Bandaríkjanna verður fyrir. En vandamálið virðist ó- leysanlegt, m. a. vegna þess að áhrifamiklir fésýslumenn hafa mikilla hagsmuna að gæta og mikið fé bundið í fátækrahverf- unum, í hinum skaðlegu grein- um skemmtiiðnaðarins og í hin- um margvíslegu „gróðaplönum“ í glæpaheiminum. Dr. Wertham, sem hefur einkum fjallað um myndasöguheftin og áhrif þeirra á kvikmyndir, útvarp og sjónvarp, nefnir æðimörg dæmi um það, hvernig fer þegar til- raunir hafa verið gerðar til að banna óþverrann eða koma með eitthvað í staðinn. Nokkur ríki hafa samþykkt lög, sem banna sölu og prentun myndasöguheft- anna, en fyrir áhrif frá hærri stöðum hafa þau lög alls staðar orðið pappírsgagn eitt. For- eldra- og kennarafélög hafa reynt útgáfu á góðum mynda- söguheftum, en þau hafa verið rógborin, þöguð í hel, eða bein- línis hindrað að þau væru seld í blaðsölubúðunum. Fyrir tæpum hundrað árum, segir dr. Wertham, var enginn hörgull á læknum og vísinda- mönnum, sem reiðubúnir voru að skýra frá því opinberlega, að börn hefðu eiginlega ekki gott af of mikilli sól og fersku lofti, og að það gæti því ekki verið þeim til neins tjóns að vinna allan daginn í kolanám- unum. Hann spyr hvenær sam- félagið muni skilja, að sú eitr- un á sálarlífi barnanna, sem nú á sér stað fyrir áhrif myndasöguhefta, kvimynda og sjónvarps, sé að minnsta kosti eins skaðleg fyrir heilsu þeirra og vinnan í kolanámunum og miklu hættulegri fyrir þjóðfé- lagið. Því að hin sálsjúku börn dagsins í dag — og þar tel ég með þau fjölmörgu börn, sem aldrei komast í kast við lögregl- una, en sem vanin hafa verið á ofbeldi og hrottaskap í stórum skömmtum — þessi sjúku börn munu móta samfélagið, þegar þau vaxa úr grasi, og gera það sjúkt. Á einum stað í bókinni gerir dr. Wertham sér í hugarlund, að hann standi frammi fyrir geysi- stóru, ósýnilegu áheyranda- svæði, þéttsetnu foreldrum, kennurum og þingmönnum. Og hann hrópar til þeirra: „Slepp- ið börnunum! Lofið þeim að þroskast í samræmi við það sem 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.