Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 113
X BLÍÐU OG STRÍÐU'
llí
að þrátta þetta lengur, ég fór
því upp í bílinn og ók af stað.
Þegar ég hafði lokið aðalerindi
mínu í borginni, fór ég að svip-
ast um eftir jólagjöfum.
Þegar maður stendur í því
stórræði að kaupa gjafir handa
fólki á mismunandi aldri og af
báðum kynjum, þá held ég að
það sé aðeins ein aðferð sem
dugir, en það er að leggja leið
sína í stórt vöruhús. Þar sem
hægt er að fá alla hluti keypta,
allt frá leikföngum til yfir-
frakka, og þar sem hver vöru-
tegund er til sýnis í sérstakri
deild.
Undir kvöldið var ég búinn
að kaupa allar gjafirnar nema
handa sjálfum mér. Og ef ég
átti að fá gjöf frá Margheritu,
varð ég að velja hana sjálfur.
Eg sat yfir kaffibolla og horfði
á mannfjöldann á götunni, þeg-
ar mér datt allt í einu í hug:
„Hvað mundi Margherita hafa
valið, ef hún hefði keypt eitt-
hvað handa mér?“
Ég fór út úr kaffihúsinu,
rölti eftir götunni og leit í búð-
arglugga. En hve mig hafði
langað í margt, þegar ég var
barn! En okkur krökkunum
voru ekki gefnar gjafir í þá
daga. Satt að segja fékk ég
enga gjöf fyrr en ég keypti hana
sjálfur. Eg vissi að móður mína
langaði til að gefa mér gjöf,
en Jhún gat það bara ekki.
Ég leit í glugga eftir glugga
og reyndi að geta mér til hvað
Margherita mundi gefa mér.
Allt í einu vissi ég það. Vasa-
útvarpið þarna! Ég fór inn í
búðina og spurði hvað það kost-
aði, og reyndi að gera mér í
hugarlund hvernig svipurinn á
Margheritu yrði, þegar hún
heyrði verðið. Tækið var rán-
dýrt, og það var sem ég heyrði
Margheritu prútta við búðar-
manninn.
„Sögðuð þér fjörutíu þús-
und?“
„Já, fjörutíu þúsund, fyrir ut-
an söluskatt.“
„Allt í lagi“, mundi Marghe-
rita segja. „Segjum þrjátíu þús-
und, þá tek ég þaö.“
Ég sá þetta allt í anda. Þegar
samningaumleitanirnar voru
komnar á visst stig, mundi búð-
armaðurinn segja með sérstök-
um -hreim í röddinni:
„Þrjátíu og fimm!“
Margheritu mundi skiljast að
vonlaust væri að koma verðinu
niður fyrir þrjátíu og fimm þús-
und, og hún mundi taka upp
budduna og borga.
Ég fór út úr búðinni og
reyndi að ímynda mér hvernig
Margherita mundi tauta á
heimleiðinni: „Ef karlhróinu
mínu líkar ekki þessi gjöf, þá
er honum ekki viö bjargandi.“
Eg nam staðar til þess að
skoða í glugga þar sem stór
askja með litlum plastkubbum
var til sýnis; það var hægt að
byggja fallegasta hús úr þeim.
Margherita mundi skoða þá á
sama hátt og segja við sjálfa
sig: