Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 29

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 29
Stórmerk nýjung- í skurðlækningum: Skurðsjúklingar lagðir í dvala Grein úr „Discovery". MARGIR sjúklingar, sem meiriháttar skurðaðgerð gæti fært bata eða jafnvel bjargað frá dauða, verða að vera án slíkrar aðgerðar, af því að heilsa þeirra þolir hana ekki, að dómi lækna. Eftir að skurð- læknir hefur skoðað sjúkling, kemst hann kannske að þeirri niðurstöðu, að hann þoli ekki svæfinguna, eða að almennt heilsufar hans sé svo lélegt, að hann þoli ekki lostið af skurðað- gerðinni. Þegar svo stendur á, lætur skurðlæknirinn hnífinn liggja. Þessi tilfelli eru síendur- tekin ögrun við leikni skurð- læknisins. Takmark hans er að fækka þeim stöðugt, og þau eru honum hvatning til að leita að betri og öruggari aðferðum við skurð og svæfingu. Fyrir nokkrum árum var stig- ið mikið framfaraspor á þessu sviði þegar tekin voru í notkun ný lyf til að draga úr vöðvasam- drætti. Einkum hafa þau reynzt vel við skurðum á brjóst- og kviðarholi, en miklu máli skipt- ir að koma í veg fyrir vöðva- samdrátt við slíkar aðgerðir. Áður fékkst slík slökun á vöðv- um aðeins með mjög djúpri svæfingu, miklu dýpri en nauð- synleg er til þess að sjúklingur- inn sofni og verði dofinn fyrir sársauka. Þessi nýju lyf eru náttúrulyfið curare, sem Indíán- ar í Suður-Ameríku notuðu á eiturörvar sínar, og gerfilyfin: Flaxedil og Laudexium; þau draga úr vöðvasamdrætti og svæfingin þarf því ekki að vera dýpri en sem nægir til þess að sjúklingurinn sofni og verði dof- inn fyrir sársauka. Nú hefur önnur nýjung kom- ið fram, og ef til vill sú merk- asta á sviði skurðlækninga um langan aldur. Hún er kölluð gerfidvali (artificial hiber- nation). Þrátt fyrir hin nýju lyf, sem áður eru nefnd, eru enn margir sjúklingar, sem ekki þola skurðaðgerð vegna lost- hættu. Aðaleinkenni losts er mikil lækkun blóðþrýstings, sem leitt getur til alvarlegs súrefnis- skorts í öllum líkamanum. Svæf- ingarlæknar vinna gegn lostinu með ýmsu móti: lyf eins og t. d. adrenalín og efedrín, sem valda samdrætti í æðum og örva hjart- að, eru gefin í æð til þess að hækka blóðþrýstinginn; blóð- magnið er aukið með blóðgjöf, og sjúklingurinn er látinn anda að sér næstum hreinu súrefni. 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.