Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 50

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 50
48 ÚRVAL reglulega niðurskipan hafði jafnframt vikið fyrir glund- roða. En eigi þarf að leita til frum- byggja Ástralíu eða sérfræðinga í taugasjúkdómum til þess að kynnast áhrifum málsins á hugsunina. Þær tungur er við tölum bera þessum áhrifum ó- rækan vott. Hver tunga rann- sakar hráefni reynslunnar, flokkar það og skipar því niður á sinn hátt; hver orðaforði fel- ur í sér ákveðið mat og viðhorf til lífsins. Hugtökin hafa þróast smám saman með fyrri kynslóð- um; barnið tileinkar sér þau með móðurmálinu og þau móta viðhorf þess til umheimsins, jafnvel þótt þetta viðhorf kunni að einhverju leyti að breytast við síðari reynslu. Móðurmálið sáldar jafnvel þau áhrif er skilningarvit okkar verða fyrir, og hvert mál raðar þeim á sinn hátt. Tökum aftur litina sem dæmi. Okkur virðist sú niður- röðun litanna í kerfi, sem við búum við, eðlileg og sjálfsögð, en í litrófinu sjálfu eru engin mörk: hver tunga getur skipt litunum á þann hátt er hún kýs. Þegar fyrst var tekið eftir því að nokkur litbrigði eru hvergi nefnd í kviðum Hómers, var þess getið til að Hómer hefði verið litblindur. Síðar var allur hinn forni heimur seldur undir sömu sök. Sannleikurinn er sá, að bæði Grikkir og Rómverjar bjuggu við einfaldara litakerfi en við. En hvorki þeirra kerfi né okkar er hið eina rétta: þau eru aðeins tvær af mörgum hugsanlegum tilraunum til þess að skipuleggja það sem náttúr- an sjálf hefir látið óskipulagt. MiJcilvægir eiginleikar merktir. Vitsmunaleg hugtök eru enn bundnari málinu en þau sem lúta að efnisheiminum. Hvert samfélag velur úr og merkir þá eiginleika er það telur mikil- væga en aðrir eru látnir ónefnd- ir og ógreindir. Orðaforðinn speglar vald vana og hefðar, og styrkir þetta vald jafnframt því sem hann skilar því áleiðis til komandi kynslóða. Orða- forðinn er íhaldssamur, hann er einna öflugastur þeirra afla, er skapa siðvenjur og tryggja samhengi. Stundum getur tilvist eða vöntun einstaka orðs sagt heila sögu, þótt hér megi vendilega gæta sín fyrir hvatvísi og hlut- drægni í ályktunum. Tökum til dæmis þýzka orðið Schaden- freude (meinfýsi, illgirnisleg gleði), er á sér enga hliðstæðu í ensku eða frönsku. Ætti að draga þá ályktun af þessu — eins og stundum hefur verið gert — að Þjóðverjar þjáist meir af þessum lesti en aðrar þjóðir? Með jafnmiklum rétti mætti halda því fram, að meiri líkur séu á því að þeir séu ó- næmir fyrir þessum galla, því að sjálf tilvist orðsins ætti að setja þá á varðberg gagnvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.