Úrval - 01.07.1954, Side 59

Úrval - 01.07.1954, Side 59
„Hvor aðili iim sig leit á sig sem kórónu sköpunarverksins.“ Austrii og vestrið í augum hvors annars. TJr bókinni „Dead Man in the Silver Market“, eftir Aubrey Menen. FÁUM árum fyrir fyrri heims- styrjöld hleypti faðir minn heimdraganum, yfirgaf ætt- aróðal sitt, kókosplantekru í Indlandi, og hélt til Englands, þar sem hann kvæntist írskri stúlku. Hann var af tignum ætt- um, og þegar hann skrifaði heim að hann ætlaði að kvænast hvítri stúlku, snerist móðir hans gegn honum. Það var eins og 22 ára gamall amerískur piltur hefði skrifað heim að hann væri orðinn mannæta. Amma mín var höfuð ættarinnar og faðir minn var því sviftur öllum stuðningi. I Engandi þar sem ég fædd- ist og ólst upp varð blandað þjóðerni mitt og brúnn hörunds- litur tilefni ýmissa vandamála. Við að lesa bækur Kiplings fræddist ég um það, að auk Eng- lendinga, sem væru ágætasta þjóð jarðarinnar, og Indverja, sem væru einnig ágætir, en ekki áreiðanlegir, væri til óáreiðan- leg og svikul manntegund, sem nefndist „Eurasíar11.* * Orð þetta er myndað úr „Europa" og ,,Asia“ og er einkum notað um blendinga af evrópsku og indversku kyni. — Þýð. Ég spurði kennarann minn hvað „Eurasíi“ væri, en hún roðnaði og sendi mig til skóla- stjórans, sem sagði að ég mundi skilja það þegar ég væri orðinn stór, en ég yrði alltaf að muna það, að Jesús elskaði mig. Jafn- framt var ég fullvissaður um, að ég væri Englendingur, af því að ég væri fæddur í Englandi, og betra hlutskiptis væri ekki hægt að óska sér í lífinu. Þegar ég var tólf ára krafðist amma mín þess, að ég yrði send- ur til hennar svo að hún fengi að sjá mig. Ég lagði því af stað með móður minni til Malabar, sem er hitabeltislandsvæði syðst í Indlandi. Síðasta áfanga ferð- arinnar fórum við í eintrjáningi, sem róið var á tunglskinsbjartri nóttu upp Ponnaniána. Pálma- tré uxu á árbakkanum en í ánni var krökkt af krókódílum. Til að halda þessum kvikindum burt frá bátnum, hóf ég að syngja ættjarðarsöngva, sem ég hafði lært í skóla. Ég valdi ætt- jarðarljóð, af því að í brjósti mér (einkum á þessum fram- andi slóðum) svall brezkt þjóð- arstolt. Amma hafði látið hafa til reiðu fyrir okkur sérstakt hús
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.