Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 41
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN
39
myndinni, eins og Einstein
fannst af kenningum fyrirrenn-
ara sinna.
Einstein lifir kyrrlátu lífi í
litlu húsi við litla götu í
Princeton, New Jersey. Ekk er
langt síðan honum stóð til boða
að verða forseti í ísrael, en
hann neitaði, taldi sig of gaml-
an. Hann er þolinmóður við
ókunnuga, jafnvel þá sem læð-
ast heim að útidyrunum hjá
honum til þess að fá tekna af
sér mynd þannig að það líti út
eins og þeir séu að koma úr
heimsókn frá hinum fræga
manni. Ef nokkur óþolinmæði
er til í honum enn, er það eins
og það ávallt hefur verið,
óþolinmæði gagnvart hefð og
valdi. Þegar ég var í Washing-
ton í fyrra, þurfti vinur minn
einn að síma til Einsteins. Við
heyrðum símastúlkuna segja
við ráðskonuna hans: „Wash-
ington biður um Einstein“. Og
við heyrðum ráðskonuna hrópa
upp yfir sig í skelflingu:
„Washington! Herrgott was ist
denn jetzt wieder los!“ —•
„Washington! Guð minn góður
hvað er nú að?“
G. A. þýddi.
0-0-0
AS verðleikum.
Tónlist er mér lokuð bók. Ég skil vel leigubílstjórann, sem sat
dag nokkurn í bíl sínum og beið eftir ferð, þegar þrír menn
komu hlaupandi, hver með sitt hljóðfæri, og báðu hann að aka
sér i flýti til útvarpsstöðvar brezka útvarpsins.
Bilstjórinn leit á þá og sagði: „Eruð það þið sem spilið kvart-
ettana og trióin I útvarpinu?"
„Já,“ sögðu þeir.
„Þá getið þið gengið fyrir mér.“
— George Tomlinson.
(Menntamálaráðherra í ráðuneyti Attlees)
*
IVIisskilið bendingamál.
Franskur liðsforingi, sem ekki kunni orð í þýzku, var að borða
hádegisverð í matskála liðsforingjanna á hernámssvæði Frakka
í Þýzkalandi. Frammistöðustúlkan, sem var þýzk og kunni ekk-
ert í frönsku, bar liðsforingjanum kjúklingalæri. En liðsfor-
inginn kærði sig ekki um lærin, vildi heldur bringuna. Hann
bandaði frá sér lærunum og tók báðum höndum um brjóst sér
til þess að gera stúlkunni skiljanlegt hvað hann vildi.
Stúlk.an brosti, fór fram með lærin og kom aftur — með tvö
glös af mjólk.
•— UNNRA Team News.