Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 14
12
tJRVAL
bezt er í fari þeirra. Hættið að
innræta þeim allar andstyggi-
legustu ástríður yðar, jafnvel
áður en þau eru orðin læs. Hætt-
ið að kenna þeim alla þá slægð,
grimmd og hrottaskap, sem
drottnar í lífi sjálfra yðar.
Hættið að leiða þau hálfa leið
út á glæpabrautina, til þess síð-
an að loka þau inni í uppeldis-
heimilum yðar um leið og þau
taka sjálf lokaskrefið. Hættið
að æsa sálarlíf þeirra með sjúk-
legum kynórum, og tala svo um
óeðli í þeim, þegar áhrifin segja
til sín. Hættið að vanhelga dauð-
ann, gröfina og kistuna með
hryllisögum yðar og að saurga
ástina með sýningu á nauðgun-
um, kvalalosta og grimmd. ■—
Hættið að sá fræi lostafullrar
skemmdarfýsnar í ungar sálir
þeirra.
Látið börnin í friði! Þau
óska einskis annars en að fá að
leika sér, læra og þroskast.
Leikir þeirra munu verða
skemmtilegir og hugmyndarík-
ir, en ekki um styrjaldir og
glæpi. Þeim leikur forvitni á að
vita hvernig heimurinn er gerð-
ur, hvað þeir menn, sem eitt-
hvað afreka eða uppgötva, hafa
fyrir stafni. Þau eiga að vaxa
og verða stór, stofna heimili og
eignast börn, en ekki eyða tíma
sínum í sjúklega hugaróra um
„súpermann" og ,,vini“ hans.
Þau eiga að vaxa upp og verða
menn og konur, ekki „súper-
menn“ og atómstelpur. Látið
börnin í friði!“
En hver vill ljá slíkum varn-
arorðum eyra?
Ýmsir utan Bandaríkjanna
hafa lagt við hlustir, og víða
hefur verið gripið til gagnráð-
stafanna. Skal hér á eftir gerð
nokkur grein fyrir, hvað önnur
lönd hafa aðhafst í þessu máli,
og þó sérstaklega hvernig á-
standið er hér í Danmörku.
1 heilsíðuauglýsingu í ame-
rísku myndasöguhefti stóð ný-
lega: „Þetta hefti er sent til
fleiri en 25 landa um allan
heim“. Á síðunni á móti var
mynd af amerískum herlög-
reglumanni, sem mælti þessi orð
um leið og hann barði fanga í
höfuðið með byssuskefti: „Boy
— þetta er fallegasta hljóð sem
ég heyri!“ Rauð- og gultökkótt
stjarna yfir höfði fangans gaf
til kynna hljóðið —- Wham!
stóð skrifað í henni.
Heimurinn hlustaði undrandi.
Næstum á hverjum degi hafði
fólk í flestum löndum tækifæri
til að tala við góðviljaða Ame-
ríkumenn, sem komnir voru til
að skýra stjórnarstefnu Banda-
ríkjanna. Um allan heim voru
amerískir hermenn að taka sér
stöðu til að verja friðinn, frels-
ið og vestræna menningu. Og
í kjölfar þeirra kom flóð mynda-
söguhefta, kvikmynda og glæpa-
sagna frá Bandaríkjunum til
allra vestrænna landa og boð-
uðu ofbeldi, morð, stríð, herra-
þjóðarhugsundarhátt, kynþátta-
hatur og sjúklega kynóra. —
Kommúnistaríkin, sem óttast