Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 67
Sænskur rektor ræðir í eftir-
farandi grein um —
Einmanakennd nútímamannsins.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir dr. phil. Alf Alilberg.
ALLIR hugsa um sig, enginn
hugsar um mig“ — þetta
er síendurtekið viðlag í kvörtun-
um nútímamannsins. Og svo
mótsagnarkennt sem það kann
að virðast, þá heyrast þessi
neyðaróp fyrst og fremst þar
sem þéttbýlið er mest — í stór-
borgunum. ,,Ö, einmanaleikinn í
þessum stóru borgum . ..“ —
„Nú er stutt á milli heimila
fólksins en langt á milli
hjartna þess ...” — Þetta eru
tvö önnur viðlög, en það mætti
tilfæra þau í ótal tilbrigðum.
Eiga þessar kvartanir rétt á
sér? Er með réttu hægt að
segja, að menn séu meira ein-
mana nú en áður? Ég er ein-
dregið þeirrar skoðunar, að
hægt sé að benda á gildar
ástæður til þesss að svo sé. Nú-
tímamaðurinn hefur á þann
hátt glatað dýrmætri eign: líf-
rænu vermandi samfélagi við
aðra. Vér verðum með einhverju
móti og í einhverri mynd, sem
hæf ir nútímaþ jóðf élagi að höndla
aftur þessa dýrmætu eign, því að
afleiðingarnar af einangrun nú-
tímamannsins eru afdrifarík-
ar. Vér mætum þeim hjá hin-
um fjölmörgu vegvilltu, mis-
heppnuðu einstaklingum, sem
ráfa um stræti og götur, í þeim
ótta og kvíða sem. oft einkennir
nútímamanninn, í þeirri óbil-
girni sem veldur svo mörgum
árekstrum í hversdagslífinu, í
þeirri tortímingarhneigð sem
knýr oss til að setja tæknina í
þjónustu eyðileggingar og
dauða.
Auðvitað er maðurinn í viss-
um skilningi ekki nærri eins
einmana nú og áður. Vér lifum
á tímum þéttbýlis og skipu-
lagningar, útvarps og síma,
sjónvarps og kvikmynda. Vér
þurfum ekki annað en lyfta
heyrnartækinu og snúa tölu-
skífu til þess að komast í tal-
samband við mann — ef til vill
langt í burtu. Eða vér snúum
hnappi — og heyrum raddir úr
f jarlægum heimsálfum! Á götu-
hornum, í biðsölum, lestum,
strætisvögnum, fundarsölum,
kvikmyndasölum, leikhúsum,
veitingahúsum, hljómleikasöl-
um, á baðstöðum og íþróttavöll-
um — allsstaðar flykkist fólk
saman. Vandinn fyrir suma
virðist öllu fremur í því fólg-