Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 90
I BLIÐU OG STRIÐU .
Áætlunarbúska'pur.
EGAR Drottinn rak Adam út
úr aldingarðinum Eden, þá
held ég að hann hafi ekki aðeins
sagt við hann að hann skyldi
neyta brauðs síns í sveita and-
lits síns. Hann hlýtur líka að
hafa hrópað með þrumuraust:
,,og konan þín verður sparsöm."
Það verður ekki skýrt á annan
hátt, hvers vegna fjármála-
vitið, sem konum er áskap-
að, ásamt mörgu öðru, er öllum
eiginmönnum svo þungur kross.
Eg skal skýra þetta nánar.
Eitt kvöld vorum við að borða
kvöldmatinn. Við — það er ung
stúlka, sem var skýrð Karlotta,
en er alltaf kölluð Hertogafrúin
— Albertino, sem var skýrður
Albertino og hefur haldið því
nafni þau fáu ár sem liðin eru
síðan, og Margherita, sem er
höfundur hinna tveggja fyrr-
nefndra einstaklinga og er
tengd mér á einn eða annan
hátt.
Þegar við vorum búin að
borða, slökkti Hertogafrúin á
útvarpinu. Ég bað hana að láta
það ógert, af því að mig langaði
til að hlusta á dagskrána.
,,Seinna,“ sagði hún, „Fyrst
verðum við að halda fund“. ■—
Margherita sótti penna og skrif-
bækur. „Við höldum fund á
hverju kvöldi, eftir kvöldmat.
Við byrjuðum á því meðan þú
varst í burtu.“
Hún settist, opnaði eina bók-
ina og fór að útskýra málið fyrir
mér.
„Undanfarið höfum við lifað
eins og hross í haga og ekki
hugsað hætishót fyrir morgun-
deginum. Við höfum ekki skipu-
lagt neitt, og óskipulögð fjöl-
skylda er eins og hús byggt á
sandi; það hangir uppi eins
lengi og það getur, en enginn
getur ábyrgzt hve lengi það
hangir. Nú lifum við samkvæmt
áætlun og það er ákaflega þýð-
ingarmikið. Og þegar börnin
taka þátt í svona umræðum, þá
læra þau að stjórna heimili og
greina á milli nauðsynja og ó-
þarfa. I stað þess að alast upp
við dekur og eftirlæti, kynnast
þau erfiðleikunum, sem þau eiga
áreiðanlega eftir að mæta síðar
á lífsleiðinni."
Ég var frá mér numinn af
hrifningu.
„Böi’nin eru þegar farin að
skilja grundvallaratriðin,“ sagði
Margherita. „Hertogafrú, út-
skýrðu fyrir föður þínum hvað
fjölskylda er frá skipulagslegu
sjónai’miði."
Hertogafrúin þuldi í einni
lotu: „Frá skipulagslegu sjónar-