Úrval - 01.07.1954, Side 27

Úrval - 01.07.1954, Side 27
LlKAMSBYGGING OG SICAPGERÐ 25 I afstöðu sinni til annarra manna eru þeir ágengir og kappsfullir og haldnir ríkri til- hneigingu til sjálfsupphafning- ar. Viðbrögð þeirra eru snögg og ofsaleg. Ósjaldan eru þeir til- litslausir og samvizkan ónáðar þá sjaldan. Þeir hafa yndi af veiðum, elska hunda og sætta sig auðveldlaga við styrjaldir og manndráp. Að jafnaði eru þeir gæddir miklu líkamlegu hugrekki og lítt næmir fyrir lík- amlegum sársauka; lendi þeir í áflogum við sér sterkari menn, leggja þeir ekki á flótta, heldur berjast hetjulega þangað til yfir lýkur. Þeir eru háværir og raupsamir og una sér vel í há- vaða og skarkala. Þeir eru bráð- þroska og telja æskuárin bezta skeið ævinnar. Að jafnaði sýn- ast þeir eldri en þeir eru, og sjálfum finnst þeim það einnig. Mæti þeir vandamálum, sem þeir ráða ekki við, hafa þeir ríka hneigð til að aðhafast eitt- hvað. Þeir eru firtnir og þurfa lítið til að móðgast. RIÐJA sálgerðin, „andans- maðurinn", svarar til „tauga- mannsins“. Þeir eru auðþekktir á næstum sársaukafullri þennslu í fasi og hreyfingum. Viðbrögð þeirra eru tíðum alltof snögg og tilfinningarík, og leiðir það oft til vandræða í samskiptum þeirra við annað fólk. Með aldr- inum læra þeir þó jafnan að hugsa sig um, og ef þeir hafa í sér svolítið af hinum tveim sálgerðunum, geta þeir orðið frábærir diplómatar. Ösjaldan eru þeir huglausir, m. a. af því að þeir eru sérlega viðkvæmir fyrir sársauka. Sálarlíf þeirra er mjög sterkt og sveifluríkt, og þeir lifa í stöðugri spennu og öryggisleysi. Þeir eru miklu greindari en báðar hinar sál- gerðirnar, margir þeirra jafn- vel svo, að þeir hrópa í örvænt- ingu eins og Sókrates: „Hið eina sem ég veit, er, að ég botna hvorki upp né niður í neinu.“ Þeim er illa við að tefla á tvær hættur, þá brestur kjark til þess. Þeir una vel einveru og forðast margmenni. Þeim er ó- eiginlegt og ógeðfellt að tala hátt, og að jafnaði geta þeir ekki sungið, þó að þeir hafi næmt söngeyra og yndi af tón- list. Allur hávaði er þeim á móti skapi. Þeir eru hljóðlátir í allri umgengni, eins og þeir vilji biðja afsökunar á því að vera til. Þeir bera ekki tilfinningarn- ar utan á sér, þó að þær séu sterkar. Andlitið er mjög við- kvæmnislegt en er undir stöð- ugri stjórn, er m. ö. o. svip- brigðalaust. Sökum þess hve sálarlíf þeirra er margbrotið, eru þeir íiverfulir í viðbrögðum sínum, hvort heldur um er að ræða háttarlag, skoðanir eða tilfinn- ingar. Allar venjur eru andstæð- ar eðli þeirra, og þeir kjósa helzt að vega og meta gjörðir sínar vandlega í hverju máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.