Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
að laga okkur að borgaralegu
einkalífi að nýju og við höfðum
búizt við. Ég hef sæmilega ofan
af fyrir mér •— sem rithöfundur.
Eg safna ekki orlofsfé og Karó-
lína gengur ekki á milli búða í
leit að fornum skrautmunum.
En þegar við borgum reikninga
okkar, gerum við það með ávís-
un á banka — ekki á ríkissjóð
Bandaríkjanna. Við kunnum
betur við það.
P P P
Útdráttur úr formála eftir mannfræðinginn
Margaret Mead að bókinni „Women: The
Variety and Meaning of Their Sexual
Experience".
NÚTÍMA HJÓNABAND.
Úr „The Nation“.
Ar LIÐNUM tímum hefur til-
vera konunnar snúizt um
hlutverk hennar sem kynveru.
Undir eins og telpur voru orðnar
nógu stórar til að skilja það sem
var að gerast í kringum þær,
lærðu þær, að það átti fyrir
þeim að liggja að verða eigin-
konur, mæður og ömmur, ef þær
yrðu nógu gamlar. Allt sem þær
lærðu, hvort heldur það var að
vefa, matreiða, baka, dansa,
syngja eða hlaupa á skautum,
var liður í framtíðarstarfi
þeirra sem eiginkvenna og
mæðra.
En konur og karlar eru einnig
menn, og þó að hlutverk þeirra
í kynlífinu sé sitt hvað, eru
þau lík á mörgum öðrum svið-
um. Hjá báðum kynjum finnum
við mismun á greind, tilfinninga-
lífi, listrænum hæfileikum, kaup-
sýsluviti, stjórnsemi, handlagni
o. s. frv. Allan þann tíma, sem
menn hafa leitast við að bæta
híbýli sín, landbúnað, áhöld,
stjórnarfar, tónlist, myndlist,
sambúð kynjanna o.s.frv., hefur
spurninginn um hlutdeild kynj-
anna í þessum aðgerðum skipt
miklu máli. Og hve þunga byrði
átti að leggja á kynin í atvinnu-
legum og persónulegum efnum?
Sú breyting, sem hefur orðið
í samfélaginu síðan konan í
flestum vestrænum löndum fékk
tækifæri til að vinna utan heim-
ilisins, hefur einnig haft í för
með sér breytingu á skoðunum
vorum á því hvað konan eigi að
vera nú á dögum. Drengir og
telpur fá sömu menntun í sam-
skólum og læra að verða athafna-