Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 95
„1 BLlÐU OG STRlÐU'
93
ur hann flakkað hvert á land
sem hann vill“.
En dag nokkurn kom kona
verkstjórans upp til okkar og
hafði slæmar fréttir að færa.
„Hann er kominn aftur!“ sagði
hún. „Gömul kona var rétt í
þessu að reyna að losa sig við
hann í kökubúðinni“.
Næstu daga varð hvað eftir
annað vart við seðilinn, hjá ný-
lenduvörukaupmanninum, slátr-
aranum og skósmiðnum, og
taugaóstyrkur fólks fór vaxandi
beggja vegna götunnar. Allt í
einu hættu menn að minnast á
seðilinn, og það var af þeirri
góðu og gildu ástæðu, að hann
var kominn í peningaveski
Margheritu.
Þegar við uppgötvuðum hann
horfðum við skelfd hvort á ann-
að. Svo tók ég rögg á mig, þreif
seðilinn og bar hann að gaslog-
anum. En Margherita var snör
í snúningum og náði honum af
mér. „Eg hef tekið þetta í mig“,
sagði hún hranalega. „Eg lét
pranga seðlinum inn á mig og ég
skal losna við hann aftur.“
Næstu dagar voru erfiðir fyr-
ir okkur öll. Margherita arkaði
um borgina þvera og endilanga
og kom dauðuppgefin heim á
kvöldin. Að lokum gafst hún
upp og bað konu verkstjórans
að finna sig.
„Reyndu hvort þú getur það“,
sagði hún. „Það verða helminga-
skipti.“
Viku seinna rétti kona verk-
stjórans Margheritu spánnýjan
fimm hundruð líra seðil.
„Mér tókst það,“ sagði hún.
„En ég varð að fara alla leið til
Baggio. En úr því að hann er
kominn í úthverfin, þurfum við
ekki að hafa neinar áhyggjur.“
Við gleymdum öllu saman í
mánaðartíma. Þá var það eitt
kvöld að ég heyrði hræðilegt óp
í eldhúsinu. Ég flýtti mér þang-
að og sá að Margherita starði
skelfingu lostin niður í eina
skápskúffuna. Og auðvitað var
þúsund líra seðillinn frægi í
skúffunni. Eg tók hann upp með
töng, því mig hryllti við að taka
á honum með berum höndunum.
svo bar ég hann að gasloganum.
Margherita veitti enga mót-
spyrnu, en þá drapst skyndilega
á gasinu. Margherita stundi og
lét fallast niður á stól.
Auðvitað var það einskær til-
viljun, að það skyldi drepast á
gasinu einmitt þegar loginn var
í þann veginn að brenna þúsund
líra seðilinn til ösku .. . Skyn-
samur maður hefði hlegið að
þessari tilviljun, kveikt síðan á
eldspýtu og framkvæmt fyrir-
ætlun sína.
En í stað þess lét ég seðilinn
ofan í skúffuna aftur. Okkur var
hætt að standa á sama. Við opn-
uðum skúffuna öðru hvoru og
horfðum á bölvaðan þúsund líra
seðilinn. Hann var jafn ljótur
og reiginslegur og áður, og svo
klaufalega falsaður, að maður
gat jafnvel séð það þó að skúff-
an væri lokuð.