Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 45

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 45
ANDLIT DAUÐANS 43 stynja undan fargi of langrar samveru. Samt gráta þeir, og hugga sig síðar við hugmyndina um vistarveru, þar sem hinn látni geymist óbreyttur — unz fundum bera saman að nýju. Maður getur hugsað sér að þeir bíða — í algerri kyrrstöðu, án þess að breytast af nýrri reynslu, nýrri vitneskju .. . Og setjum svo, að við mættum ein- hverjum þeirra, setjurn svo, að við kæmumst í samband við vin, alveg eins og við þekktum hann áður en hann dó! Samveran yrði ekki eins og áður, eitthvað yrði öðruvísi, og við myndum spyrja sjálf okkur hvað það væri. Það erum við sjálf, sem höf- um breytzt! Við höfum lifað. Við höfum eignast ný föt, nýja reynslu, nýja konu eða nýjan mann, við erum ekki söm og áður. Og það nægir til að breyta öllum sam- skiptum okkar við hinn látna, skoðun okkar á honum og þá um um leið á dauðanum sjálfum. Spíritistarnir kringum borðið spyrja alltaf hvem þeir séu í sambandi við, en gleyma hverj- ir þeir eru sjálfir. En ef sam- band fæst eftir 20 ára skilnað, eða 50 ára, hverjir em það þá sem talast við ? Andi látins manns, sem ekkert hefur breytzt, og gráhærður skjálf- andi öldungur. Er þá ekki lík- legt, að andinn hrópi: „Þú ert ekki sá sem ég þekki! Vinur minn var ungur, hvar er hann . . . hann hlýtur að vera dáinn.“ Og þetta er rétt! Hinn ungi vinur hans er dáinn. En hver er það þá, sem talar gegnum borðfótinn? Napóleon — já. En er það hinn ungi ofur- hugi, liðþjálfinn Bonaparte, er það hershöfðinginn Napóleon, keisarinn Napóleon eða hinn kvapholda eftirlaunamaður á klettaeyjunni ? Það er líklega öllu. heldur draumur miðilsins um Napóleon, sem þrátt fyrir alla sagnaritun verður hér raun- verulegri en Napóleon sjálfur. Það sem þetta fólk í kringum borðið vill gera áþreifanlegt með aðstoð miðilsins, er vem- leiki í því sjálfu, endurminning- ar og óljósir draumar. Og því verður ekki neitað, að borðfót- ur er eins gagnlegur til þeirra hluta og hvert annað tæki. En jafnframt er hollt að gera sér ljóst, að það er ekki látinn ást- vinur, sem maður er að leita að, heldur samvistir, eins og þær voru einu sinni. Það eru víxl- áhrifin við hinn látna, sem mað- ur vill endurlífga. En ef hið gamla ég manns er breytt og dautt, hvað stoðar þá þótt mað- ur finni hinn gamla spegil sinn til að horfa í? Líti maður á líð- andi stund sem hinn eina raun- verulega tíma og fortíðina og allt sem henni tilheyrir sem dautt, þá eru miðilsfundir fjar- stæða, og maður getur ekki vænzt þess að finna neitt, hvorki í borðfótum né annarsstaðar. Líti maður á hinn bóginn svo á, að heimurinn sér fervíður og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.