Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 78

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 78
76 TJRVAL munurinn enginn, hvernig sem á er litið. Ef nokkur munur væri, og gildir þá einu í hverju hann væri fólginn, mundi koma í ljós breyting við það að mólekúlinu væri snúið 180 stig; þá væru möguleg öldumynztur þar sem ölduf jöldinn er oddatala. Til eru súrefnismólekúl þar sem atómin eru ekki alveg eins, annað þeirra er þá venjulegt súrefnisatóm með atómþyngd 16, hitt atómið er samsætan sjaldgæfa sem er 6% þyngri. Þótt munurinn sé ekki meiri en þetta, kemur nú í ljós að allir leyfilegir hraðar koma fyrir, jafnar tölur meira að segja jafn tíðar og oddatölur. Þetta er í fullu samræmi við það sem bú- ast mátti við. Til eru ýmis önnur ráð til þess að ganga úr skugga um, hvort tvær agnir eru eins eða ekki, og svarið er æ hið sama: annað hvort eru þær alveg eins eða augljóslega ólíkar. Þau smá- gerðu blæbrigði er við þekkjum svo vel úr daglegu lífi eru ekki til hér; atómheimurinn er heim- ur andstæðnanna. En hversvegna er þetta svo? Hversvegna eru ekki til atóm, sem eru hér um bil eins? Hvers vegna eru allar elektrónur eins, allar prótónur eins, allar naut- rónur eins? Bezt er að játa það þegar í stað að eðlisfræðin á enn ekkert svar við þeirri spurningu. Þegar gammageislar fara gegnum efni, skapast elektrónur; það er at- hyglisvert að þessar nýsköpuðu elektrónur eru nákvæmlega eins og aðrar elektrónur, þar er enginn munur sjáanlegur. Það er eins og hér sé eitthvert nátt- úrulögmál að verki, eitthvað ósýnilegt mót sem elektrónurn- ar mótast í. En þau náttúrulögmál, sem okkur eru kunn veita enga skýr- ingu á því hversvegna allar elek- trónurnar eru jafnstórar; við gætum vel hugsað okkur elek- trónur stækkaðar eða smækkað- ar í einhverjum tilteknum mæli- kvarða, það mundi ekki á neinn hátt stangast við þau náttúru- lögmál sem við þekkjum. Mælikvarðabreytingu af þessu tagi, stækkun eða smækkun í á- kveðnu hlutfalli, er ekki einung- is unnt að beita við stærð hluta, heldur einnig við hverjar aðrar stærðir sem mælanlegar eru, til dæmis rafspennu. Það er miklu erfiðara að fara með milljón volta spennu en hundrað volta, en lögmálin eru hin sömu í bæði skiptin. Til dæmis má hleypa lágri spennu á háspennutæki til þess að rannsaka dreifingu raf- hleðslanna; svarið verður óháð þeirri spennu sem notuð var, sé einu skilyrði fullnægt: spennu- fallið á hvern centimetra má ekki verða of hátt, annars kem- ur neisti, eða loftið verður lýs- andi, rafmagnið brýst út. I dýpra skilningi má segja, að þessi útrás rafmagnsins liggi til grundvallar öllum tilraunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.