Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 73
EINMANAKENND NtJTlMAMANNSINS
71
sjálfa sig. Friður byggist á því
að mennirnir séu hamingjusam-
ir, og það verða þeir ekki nema
félagsþörfinni sé fullnægt.
Ef þetta er rétt, leiðir af því,
að ef vér viljum skapa heima
hamingjusamra, frjálsra og
friðsamra manna, sem mæta líf-
inu með tiltrú í stað tortryggni,
vináttu í stað f jandskapar, verð-
um vér að endurskapa auðugra
og lífrænna samfélag meðál
mannanna.
Hvernig á að fara að því?
Vér getum ekki endurvakið
hið gamla, prímera félagslíf,
sem samfélagið byggðist á áður
en iðnbyltingin kom til sögunn-
ar. Það mótaðist af þeirra tíma
atvinnu- og samfélagsháttum,
sem ekki geta samrýmzt nú-
tímanum. En þau verðmæti sem
fólgin voru í því mega ekki glat-
ast; sú þörf, sem það fullnægði,
er alltof djúprætt til þess að
láta megi henni ósvalað — jafn-
vel bætt lífskjör eru ekki nægi-
leg uppbót.
Hinar alþýðulegu félagshreyf-
ingar vorar hafa ótvírætt verið
verðmæt uppbót fyrir flesta þá,
sem verið hafa virkir þátttak-
endur í þeim. Félög þessi hafa
ekki aðeins haft sín sérstöku
baráttumál — betri kjör iðn-
verkamanna, bindindi, sam-
vinnurekstur o. s. frv. — þau
hafa einnig þroskað með mönn-
um félagsanda. Tölur um ungl-
ingaafbrot eru athyglisverðar í
þessu sambandi. Þær sýna, að
langfæstir þeirra unglinga, sem
Ienda á glapstigum hafa verið
þátttakendur í slíkum félögum.
Það virðist ekki skipta megin-
máli að menn séu félagsbundnir
á einhverju sérstöku sviði, held-
ur að þeir séu virkir þátttakend-
ur í einhverju lífrænu samstarfi.
En vér megum ekki láta stað-
ar numið hér. Jafnvel í landi
eins og Svíþjóð, þar sem alþýð-
legar félagshreyfingar hafa ef
til vill náð meiri útbreiðslu og
þroska en í nokkru öðru landi,
eru þær bundnar við sérstakar
stéttir og eru ekki full uppbót
fyrir hinar glötuðu prímeru fé-
lagsheildir. Það er þörf frekari
aðgerða.
Hin ríka tilhneiging vorra
tíma til þess að safna valdi og
stjórn á fárra hendur á öllum
sviðum, til centralíseringar eins-
og það er kallað á alþjóðamáli,
er frá þessu sjónarmiði mjög
varhugaverð, einmitt af því að
hún stefnir að því, að láta hin-
ar smáu félagsheildir þoka fyrir
hinum stóru félagsheildum, sem
eru sekúnderar í eðli sínu. Ég
held því, að vér verðum að var-
ast að láta þessa tilhneigingu
ná valdi á oss. Frá sálfræðilegu
sjónarmiði getur það verið var-
hugavert að skerða t. d. sjálf-
stjórn sveitarfélaga og fela.
hana ríkisvaldinu. Þegar öllu er
á botninn hvolft er það alltaf lít-
ill minnihluti, jafnvel í lýðræðis-
þjóðfélagi, sem tekur virkan
þátt í stjórn ríkisins. Aftur á
móti gætu miklu fleiri orðið
þátttakendur í stjórnmálum