Úrval - 01.07.1954, Síða 73

Úrval - 01.07.1954, Síða 73
EINMANAKENND NtJTlMAMANNSINS 71 sjálfa sig. Friður byggist á því að mennirnir séu hamingjusam- ir, og það verða þeir ekki nema félagsþörfinni sé fullnægt. Ef þetta er rétt, leiðir af því, að ef vér viljum skapa heima hamingjusamra, frjálsra og friðsamra manna, sem mæta líf- inu með tiltrú í stað tortryggni, vináttu í stað f jandskapar, verð- um vér að endurskapa auðugra og lífrænna samfélag meðál mannanna. Hvernig á að fara að því? Vér getum ekki endurvakið hið gamla, prímera félagslíf, sem samfélagið byggðist á áður en iðnbyltingin kom til sögunn- ar. Það mótaðist af þeirra tíma atvinnu- og samfélagsháttum, sem ekki geta samrýmzt nú- tímanum. En þau verðmæti sem fólgin voru í því mega ekki glat- ast; sú þörf, sem það fullnægði, er alltof djúprætt til þess að láta megi henni ósvalað — jafn- vel bætt lífskjör eru ekki nægi- leg uppbót. Hinar alþýðulegu félagshreyf- ingar vorar hafa ótvírætt verið verðmæt uppbót fyrir flesta þá, sem verið hafa virkir þátttak- endur í þeim. Félög þessi hafa ekki aðeins haft sín sérstöku baráttumál — betri kjör iðn- verkamanna, bindindi, sam- vinnurekstur o. s. frv. — þau hafa einnig þroskað með mönn- um félagsanda. Tölur um ungl- ingaafbrot eru athyglisverðar í þessu sambandi. Þær sýna, að langfæstir þeirra unglinga, sem Ienda á glapstigum hafa verið þátttakendur í slíkum félögum. Það virðist ekki skipta megin- máli að menn séu félagsbundnir á einhverju sérstöku sviði, held- ur að þeir séu virkir þátttakend- ur í einhverju lífrænu samstarfi. En vér megum ekki láta stað- ar numið hér. Jafnvel í landi eins og Svíþjóð, þar sem alþýð- legar félagshreyfingar hafa ef til vill náð meiri útbreiðslu og þroska en í nokkru öðru landi, eru þær bundnar við sérstakar stéttir og eru ekki full uppbót fyrir hinar glötuðu prímeru fé- lagsheildir. Það er þörf frekari aðgerða. Hin ríka tilhneiging vorra tíma til þess að safna valdi og stjórn á fárra hendur á öllum sviðum, til centralíseringar eins- og það er kallað á alþjóðamáli, er frá þessu sjónarmiði mjög varhugaverð, einmitt af því að hún stefnir að því, að láta hin- ar smáu félagsheildir þoka fyrir hinum stóru félagsheildum, sem eru sekúnderar í eðli sínu. Ég held því, að vér verðum að var- ast að láta þessa tilhneigingu ná valdi á oss. Frá sálfræðilegu sjónarmiði getur það verið var- hugavert að skerða t. d. sjálf- stjórn sveitarfélaga og fela. hana ríkisvaldinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf lít- ill minnihluti, jafnvel í lýðræðis- þjóðfélagi, sem tekur virkan þátt í stjórn ríkisins. Aftur á móti gætu miklu fleiri orðið þátttakendur í stjórnmálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.