Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
höldum áfram að skoða það.
Mér er sagt að brýnasta þörfin
sé að hér á lóðinni verði reist
upptökuheimili, því að margir
þeirra sem hingað leita, eru
heimilislausir. En mér er einnig
sagt að þetta sé aðeins fram-
tíðardraumur, og því sé næsta
verkefnið að gera þriðju hæð
hússins íbúðarhæfa. Við brugð-
um okkur þangað upp og það
var sannarlega ekki á að lítast,
veggfóðrir hékk í tætlum o. s.
frv. „Þannig leit allt húsið út
þegar við komum hingað,“ seg-
ir leiðsögumaður minn. ,,En við
höfum gert við allt sjálfir og
við stöndum þar vel að vígi, því
að menn úr flestum iðngreinum
eru í félaginu okkar.
Við höfum mikia þörf fyrir
þriðju hæðina, því að félagatal-
an er orðin um 600, og fjórði
hluti þeirra sækir klúbbinn okk-
ar daglega. Við spilum bridge og
fleiri spil (og myndum spila
billiard ef við ættum borð); og
við röbbum auðvitað saman og
drekkum kaffi. Deildirnar halda
fundi næstum á hverju kvöldi
o.s.frv. Stundum höfum við
spurningakvöld, einhver læknir
eða hjúkrunarkona kemur og
fræðir okkur um ýmislegt varð-
andi hið sameiginlega vandamál
okkar. Oft eru skemmtanir hjá
okkur á laugardagskvöldum, og
þá koma konur okkar líka ...
Stundum heimsækjum við önnur
Keðjufélög, en þau eru nú í
mörgum borgum Svíþjóðar. —
Öðru hvoru heimsækjum við
hæli fyrir drykkjusjúklinga, til
þess að skemmta sjúklingunum
eða fræða þá um starfsemi okk-
ar.
Nýr félagi verður að vera
virkur þátttakandi í öllu þessu
starfi — það er erfitt og ábyrgð-
ar mikið starf að vera Keðju-
félagi — en um leið og maður
hjálpar öðrum hlýtur maður
sjálfur hjálp — aðstoðin er
gagnkvæm. Ef Keðjufélagi hef-
ur staðizt raunina í misseri,
telst hann virkur félagi, eftir
eitt ár fær hann sérstakt heið-
ursmerki, og eftir tvö ár er hann
sæmdur æðsta heiðursmerki fé-
lagsins. Mörgum tekst þetta,
mörgum, sem áfengisvarnar-
nefndir hins opinbera hafa
talið vonlausa. Einn af félög-
um okkar hafði verið á drykkju-
mannahælum frá því árið 1942,
en fyrir átta mánuðum gekk
hann í Keðjuhreyfinguna og
hefur ekki bragðað áfengi síð-
an. Annar hafði verið úrskurð-
aður tíu sinnum á drykkju-
mannahæli, en hefur nú verið
Keðjufélagi í tvö ár án þess að
hrasa. Það eru slík dæmi, sem
glæða trú okkar á að sá sé fær-
astur um aö veita hjálp, sem
þeTckir vandamáliö af eigin
reynd.cí
Ö. B. þýddi.