Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 63
'S'mis fróðleikur —
í stuttu máli.
IJr „Vor Viden“.
Heimsmet — í hreinleika.
Gamalkunn dýrasaga hefur
nýlega endurtekið sig í vinnu-
stofum vísindanna — að vísu
í dálítið breyttri mynd!
Sagan segir, að þegar refur-
inn ætlaði að losa sig við flærn-
ar úr feldi sínum, hafi hann
gengið aftur á bak út í vatn.
Flærnar neyddust þá til að færa
sig fram eftir rebba, unz þær
voru komnar fram á trýnið á
honum. Hann var með hálmstrá
í skoltinum, og þegar trýnið fór
í kaf, hoppuðu flærnar upp á
hálmstráið og var rebbi þá ekki
seinn á sér að sleppa því og
synda burtu.
I vinnustofum Bell símafé-
lagsins í Ameríku hefur svipuð
aðferð verið notuð til að hreinsa
málma og önnur efni, og er
hreinsunin með henni að heita
má alger, eða nánar tiltekið
99,99999999%. Það er hreinleiki
sem svarar til þess, að aðeins
sé eitt atóm af óhreinindum í
2.000.000.000 atóma af hinu
hreinasta efni — eða svo við
tökum dæmi: örlítið á hnífsoddi
af salti í 35 vagnhlössum af
hreinum sykri.
Þessi aðferð er notuð til að
hreinsa málminn germaníum,
sem notaður er í transistora —
hinar örsmáu kristalhvirfingar,
sem talið er að muni leysa af
hólmi hina margbrotnu raf-
eindalampa í útvarpstækjum
o. fl. vélum, en notagildi transis-
torsins fer mjög eftir því hve
germaníumálmurinn er hreinn.
Málmurinn, sem á að hreinsa
— og jafnvel í hinum hreinustu
málmum, sem hingað til hafa
verið framleiddir er talsvert af
óhreinindum — er teygður í
mjóan þráð, sem þræddur er í
gegnum gat á rafmagnshita-
plötu, sem hægt er að færa frá
einum enda málmþráðarins til
annars.
Sá hluti þráðarins, sem er inni
í gatinu, er hitaður upp í 1000°
á C, og bráðnar andartak, en án
þess að þráðurinn slitni, því að
þess er gætt að flytja plötuna
til áður en hann nær að verða
fljótandi.
Með því að flest óhreinindi
blandast auðveldlegar saman við
efnið, sem þau eru í, þegar það
er bráðið, flytjast óhreinindin
smám saman til í þræðinum um
leið og hann þokast gegnum gat-
ið í hitaplötunni og bráðnar þar
andartak. Þannig er óhreinind-
unum „sópað“ yfir í annan enda