Úrval - 01.07.1954, Page 63

Úrval - 01.07.1954, Page 63
'S'mis fróðleikur — í stuttu máli. IJr „Vor Viden“. Heimsmet — í hreinleika. Gamalkunn dýrasaga hefur nýlega endurtekið sig í vinnu- stofum vísindanna — að vísu í dálítið breyttri mynd! Sagan segir, að þegar refur- inn ætlaði að losa sig við flærn- ar úr feldi sínum, hafi hann gengið aftur á bak út í vatn. Flærnar neyddust þá til að færa sig fram eftir rebba, unz þær voru komnar fram á trýnið á honum. Hann var með hálmstrá í skoltinum, og þegar trýnið fór í kaf, hoppuðu flærnar upp á hálmstráið og var rebbi þá ekki seinn á sér að sleppa því og synda burtu. I vinnustofum Bell símafé- lagsins í Ameríku hefur svipuð aðferð verið notuð til að hreinsa málma og önnur efni, og er hreinsunin með henni að heita má alger, eða nánar tiltekið 99,99999999%. Það er hreinleiki sem svarar til þess, að aðeins sé eitt atóm af óhreinindum í 2.000.000.000 atóma af hinu hreinasta efni — eða svo við tökum dæmi: örlítið á hnífsoddi af salti í 35 vagnhlössum af hreinum sykri. Þessi aðferð er notuð til að hreinsa málminn germaníum, sem notaður er í transistora — hinar örsmáu kristalhvirfingar, sem talið er að muni leysa af hólmi hina margbrotnu raf- eindalampa í útvarpstækjum o. fl. vélum, en notagildi transis- torsins fer mjög eftir því hve germaníumálmurinn er hreinn. Málmurinn, sem á að hreinsa — og jafnvel í hinum hreinustu málmum, sem hingað til hafa verið framleiddir er talsvert af óhreinindum — er teygður í mjóan þráð, sem þræddur er í gegnum gat á rafmagnshita- plötu, sem hægt er að færa frá einum enda málmþráðarins til annars. Sá hluti þráðarins, sem er inni í gatinu, er hitaður upp í 1000° á C, og bráðnar andartak, en án þess að þráðurinn slitni, því að þess er gætt að flytja plötuna til áður en hann nær að verða fljótandi. Með því að flest óhreinindi blandast auðveldlegar saman við efnið, sem þau eru í, þegar það er bráðið, flytjast óhreinindin smám saman til í þræðinum um leið og hann þokast gegnum gat- ið í hitaplötunni og bráðnar þar andartak. Þannig er óhreinind- unum „sópað“ yfir í annan enda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.