Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 36

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 36
34 TJRVAL klids er tómt. Tímarúm Ein- steins er raunveruleiki þar sem viðburðir gerast og eru athug- aðir. Efnið sem það hefur að geyma ljær því lögun sína, sveigir það og lokar því, vegna þess að eðli rúms og tíma er einmitt þetta: að umlykja efnið. Á þessa leið eru djúpsæjar og eggjandi hugmyndir Ein- steins er ollu aldahvörfum í eðl- isfræði á árunum eftir 1905. Og nú ætti að vera ljóst hversvegna áhrif þeirra hafa náð svo miklu víðar en til eðlisfræðinnar sjálfrar. Þessar hugmyndir eru algildar; þær rista niður úr regluneti stærðfræðinnar og lög- málum eðlisfræðinnar, niður í grundvallarskilning á sambandi mannsins við umheiminn. Þær eiga ekki eingöngu við rúm og tíma. Ég nefndi áðan, að eitt af vandamálum eðlis- fræðinnar eftir 1897 var sam- bandið milli efnismagns og hraða hraðfleygrar elektrónu. Einstein fann svarið 1905. Hann spurði enn: „Er unnt að skýr- greina efnismagn hlutar án þess að taka tillit til hraða hans og þar með orkunnar ?“ Og enn er svar- ið nei. Þessi tvö nei, það sem f jallar um rúm og tíma, og hitt sem fjallar um efnismagn og orku, eru skyld. Tilveran er sámfelldari heild en skammsýn augu okkar hafa skilið. Hinn nýi skilningur á efnis- magni hefir orðið frægur af því að það hittist svo á að hann liggur til grundvallar öllu sem unnið hefir verið í sambandi við kjarnorku. En ég hrífst ekki af jöfnu Einsteins — orkan er jöfn efnismagninu margfölduðu með öðru veldi ljóshraðans, þ.e. a.s. E=mc2 — vegna þess að hún felur í sér skýringuna á því hvernig meira en hundrað þúsund manns var sprengt í tætlur, heldur vegna þess að hún tengir ólíka hluti, skapar sameiningu í náttúrunni, jafn djúpstæða og nokkur listamað- ur eða skáld hefir látið sig dreyma um. Orka er efnismagn, efnismagn orka — þetta er sam- eining af sama tagi og sú er Keats skóp í lokalínum kvæðis síns um gríska skrautkerið: Það er eitt sem nokkru varð- ar þennan heim: „Hið fagra er satt, — hið sanna fegurð hrein“. Þessi leit að einingu hefir verið það viðfangsefni er fast- ast hefir dregið hug Einsteins til sín og knúið fram mestu af- rek hans. Og sá hluti hennar er snýr að tengslum efnis og orku er ekki sízt athyglisverð- ur. Við tölum aldrei um efnis- magn hlutar, þú og ég; jafnvel Newton sjálfur átti í miklum erfiðleikum við að skýrgreina efnismagn og tókst það reynd- ar ekki. Við nefnum aldrei annað en þyngd hlutar. Og næsta áratug beindi Einstein athygli sinni að nýrri spurn- ingu: „Hvers vegna eru efnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.