Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 9
UPPELDI 1 ANDA OPBELDIS
7
systur sína í höfuðið með múr-
steini, fleygði líkinu í fljót og
þvoði blóðið af steininum. —
Tveir bræður, níu og ellefu ára,
börðu þriggja ára systur sína í
höfuðið með skurðjámi og
tröðkuðu hana til bana meðan
foreldrar þeirra voru að heim-
an. — Ellefu ára drengur hellti
olíu á átta ára dreng og telpu
og kveikti í þeim með logandi
pappírsvendi. Þau ætluðu, sagði
hann, að leika „glæpamenn eins
og í myndasögunum“. — Níu
ára drengur myrti fimm ára
telpu með því að stinga hana
meira en hundrað sinnum með
hníf, sem hann hafði keypt eftir
auglýsingu í myndasöguhefti.
DauSinn er hér sýndur sem ástríðu-
full ástmey, er heimtar samnings-
rétt sinn.
Heimur barnanna er spegil-
mynd af heimi hinna fullorðnu.
Ekkert uppeldiskerfi, engar sál-
fræðikenningar geta komið í
veg fyrir að þau horfi í kringum
sig og hagi sér eftir fordæmi
hinna fullorðnu. Stríðsæði og
ringulreið er meiri í heiminum
nú en nokkru sinni fyrr og börn-
in finna það. Bandaríska kenn-
araráðið hefur t. d. sýnt fram á,
að skólabörn á öllum aldri verða
órólegri og kvíðafyllri, fá mar-
tröð og önnur hræðslueinkenni
í hvert skipti sem ný atóm-
sprengjutilraun er gerð. Og á
sama hátt berast brimöldur frá
félagslegum erfiðleikum, stjórn-
málaerjum og harðnandi sam-
keppni og öðru því sem gert get-
ur fullorðið fólk órólegt, til
barnanna og vekur hjá þeim óró
og kvíða. Börnin finna að lífið
er fullt af ósættanlegum and-
stæðum og skelfilegum deiluefn-
um, sem eru ofvaxin mætti ein-
staklingsins.
Og í hverjum mánuði koma 90
milljónir nýrra myndasögu-
hefta, sem sýna hvernig leysa
eigi þessi vandamál. Hinn ame-
ríski Sú'permann — sem gagn-
stætt hinum þýzka ættingja sín-
um hefur aðeins eitt S á ein-
kennisbúningi sínum — ræður
niðurlögum illra afla, bófa og
kommúnista með berum hnef-
um, með röntgenaugnaráði sínu
og atómgeislum. Heilann notar
hann aftur á móti sem minnst,
og hann vinnur aldrei ærlegt
handtak. Keppinautar hans í
hetjufaginu eru allir steyptir í
sama mót, þó að þeir séu ekki
gæddir eins ofurmannlegum
burðum. Þorpari og hetja nota
undantekningarlaust sömu að-
ferðir, og sigur hetjunnar bygg-