Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 68

Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 68
66 ÍTRVAL. inn að finna ráð til að vera í friði fyrir öðru fólki, að fá tæki- færi til að njóta kyrrðar og næðis. Með hjálp nútíma sam- göngutækja getum vér á skömmum tíma komizt út í guðs græna náttúruna — en oftast til þess eins að vera þar einn af mörgum, sem leitað hafa þangað, knúnir af sömu þörf. I þessum skilningi þjáumst vér ekki af einmanaleik, að minnsta kosti ekki í stórborg- um og þéttbýlum löndum. En er hægt að svala djúpri þrá eftir félagsskap með því einu að hafa stöðugt fólk í kringum sig? Nei, alls ekki! Einmana- kenndin fylgir oss mitt í mann- þyrpingu stórborgarinnar og inn í þrönga leiguhjalla. Já, vér finnum kannski enn meira til einmanaleikans þar, en í þögn eyðimerkurinnar: Það er hægt að greina á milli tvennskonar félagsskapar, tveggja megintegunda: hins prímera og sekúndera, eins og það nefnist á erlendu máli. Mörkin á milli þeirra eru óljós, en það er vandalítið að segja hvort tiltekinn félagsskapur er fyrst og fremst prímer eða sekúnder í eðli sínu. Prímer fé- lagsskapur er lítil, en föst og varanleg heild; það sem tengir saman einstaklingana innan þeirrar heildar er einskær mannleg umhyggja þeirra hver fyrir öðrum, sprottin af því, að þeir verða um lengri tíma að 'lúta sömu örlögum, og öðlast samskonar reynslu, og af því að líta verður á þá sem standa utan við heildina sem ,,ó- kunnuga". Fjölskyldan er t. d. gott dæmi um prímeran félags- skap. Einstaklingarnir innan fjölskyldunnar eru ekki aðeins tengdir böndum efnalegra hags- muna, heldur einnig mannleg- um og náttúrlegum böndum. Sekúnder félagsskapur er aftur á móti heild, sem haldið er saman af tilteknum óper- sónulegum hagsmunum eða á- hugamálum. Hlutafélag er hreinræktaður sekúnder félags- skapur. Hluthafarnir þurfa ekki einu sinni að þekkja hvern annan. Hið eina sem tengir þá saman er áhuginn á hagnað- inum. Þessir sameiginlegu hagsmunir knýja hluthafana til að standa saman — á tak- mörkuðu sviði — en sú sam- staða snertir á engan hátt hlut- hafana sem menn. Og að sjálfsögðu getum vér verið félagar í eins mörgum sekúnderum félagsheildum og vera vill — fagfélögum, hluta- félögum og hverskonar félög- um — og verið einmana fyrir því. Einungis þátttaka í félags- heildum, sem eru fyrst og fremst prímerar í eðli sínu, getur fullnægt hinni ríku fé- lagsþörf mannsins. Slíkur fé- lagsskapur veitir oss fótfestu í lífinu og þann mannlega hlý- leik og samúð, sem vér þörfn- umst öll og ræður miklu um mótun persónuleika vors.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.