Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 93
„t BLÍÐU OG STRlÐU'
91
<0. s. frv. o. s. frv. . . . já, Marg-
herita, veiztu hvað þessi vesal-
ings ræðari myndi taka til
bragðs ?“
„Stökkva útbyrðis!“ sagði
Hertogafrúin án þess að vera
með neinar vangaveltur.
,,Já, hlaupa fyrir borð og
drukkna. Það er að segja þegar
hann er búinn að reikna ná-
kvæmlega út hve miklu magni
af sjó líkami hans rýmir frá
sér.“
Margherita baðaði út hönd-
unum. „Nino, þú mátt ekki vera
eins og strúturinn, sem stingur
höfðinu niður í sandinn til þess
að komast hjá að sjá það sem
honum er ógeðfellt. Við verðum
að lifa þannig, að við gerum
allt vitandi vits. En það getum
við ekki nema með miskunnar-
lausri skipulagningu."
En ég var ekki á sama máli.
„Margherita,“ sagði ég, „það er
aðeins ein tegund heimilisskipu-
lagningar, sem ég get þolað.
Faðirinn rær, rólegur og ánægð-
ur, það fyllir hann fögnuði að
sigla yfir svo víðáttumikinn sæ.
En börnin horfa á og læra af
fordæmi hans, að því aðeins
miðar fleyinu í áttina, að lát-
laust sé róið.“
„Og hvað um móðurina?“
spurði Albertino. „Hvað á hún
að gera?“
„Móðirin á að reyna að forð-
ast að vera eiginmanninum og
börnunum til ama,“ sagði Her-
togafrúin.
Margherita hvessti á hana
augun. „Ur því að móðirinn er
svona illa liðin, þá dregur hún
sig í hlé,“ sagði hún og stóð upp.
„Hún sleppir stýrinu og fer.“
Margherita fór, og stjórn-
laust skipið sökk, með allri á-
höfn, niður í heljarstóra ávaxta-
tertu, sem Giacomina hafði bor-
ið á borð undir því yfirskyni að
um sérstaka neyðarráðstöfun
væri að ræða.
Falsaði seðillinn.
Daginn eftir fór ég niður í
bæ í ýmsum erindagerðum, og
þegar ég hafði lokið þeim, var
ég með þúsund líru seðil í vesk-
inu mínu, en átti engar síga-
rettur. Ég fór inn í tóbaksbúð,
fleygði þúsund líra seðlinum á
borðið og bað um einn pakka af
Lucky.
„Hvað er þetta?“ spurði búð-
armaðurinn og skoðaði seðilinn
gaumgæfilega.
„Þúsund líra seðill,“ svaraði
ég.
Hann kallaði á konu sína, sem
var að lesa blað innar í búðinni.
„Líttu á þennan, María,“ sagði
hann.
Hún leit við og starði á seðil-
inn. „Jæja, svo að hann er þá
kominn aftur í miðbæinn,"
sagði hún.
Kaupmaðurinn spurði mig
hvort ég ætti heima í Porta
Volta-hverfinu.
„Nei, ég á heima rétt hjá
Lambrate,“ sagði ég.
„Þá hefur hann ennþá einu
sinni skipt um aðsetur“, sagði