Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 39
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN
37
nýjan leik hvort hún sam-
ræmdist heiminum eins og
hann þá var. Og annan dag
ágústmánaðar 1939 sagði Ein-
stein skilið við sína gömlu
stefnu á þann hátt sem honum
einum er laginn. Hann ritaði
Roosevelt forseta bréf og tjáði
honum að samkvæmt einka-
fréttum er honum hefðu bor-
izt um nýjustu rannsóknir í
eðlisfræði væri sennilega unnt
að smíða atómsprengju, og
ekki ólíklegt að Þjóðverjar
mundu reyna það, þar eð rann-
sóknir þessar hefðu hafizt í
Þýzkalandi. Sá furðulegi mað-
ur sem tuttugu og sex ára gam-
all hafði jafnað efnismagni við
orku í fyrsta skipti í sögu
mannsandans, sá nú sextugur
þessa jöfnu ógna mannkyninu.
Eining úr sundrungu.
Einstein hélt áfram að
grunda, íhuga og vinna þrátt
fyrir nýja heimsstyrjöld. Ein
löngun hafði búið í honum frá
upphafi: að flétta saman, ekki
einasta nokkra af þráðum nátt-
úrunnar, tíma og rúm, efnis-
magn og orku, þyngdarafl og
tímarúm, heldur flétta allri
náttúruskoðun vorri saman í
einn þráð, eina kenningu. Hann
leitaði einingar í náttúrunni.
Enn stóð eitt svið eðlisfræðinn-
ar sér: svið rafmagns- og
segulafla. Einstein hefur varið
ævi sinni frá árinu 1920 í til-
raunir til að tengja þetta svið
þyngdaraflinu. Það er fróðlegt
að minnast þess að þegar Ein-
stein ritar um bernsku sína
nefnir hann tvo viðburði sem
tímamót. Sá fyrri er það að
fjögra ára gamall sér hann
áttavitanál snúast í segulsviði
jarðar, og það rennur upp fyr-
ir honum að lögmál náttúrunn-
ar séu algild. Hinn síðari er
það að hann kemst nógu langt
í flatarmálsfræði til þess að
ráða við sönnun Pýþagórasar
reglu, þá eitthvað um tíu ára
að aldri. Þessi blanda geo-
metríu og segulmagns hefur á
vissan hátt verið leiðarljós
hans í starfi síðan.
Ýmsar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að fella ljós- og
rafmagns-fræði inn í heildar-
heimsmynd vísindanna. Síð-
asta tilraun Einsteins er frá
árinu sem leið, 1953, og er að
verulegu leyti víkkun á fram-
lagi Clerks Maxwells frá því
um 1860, en sú kenning raðaði
Ijósi, segulmagni og rafmagni
saman í eina heild. Einstein
hafði sjálfur í fyrri verkum
sínum tengt Ijós og þyngdar-
afl, og fól sú tenging það í sér
að þyngdaraflið færi með hraða
ljóssins. Tilraunir Einsteins
til að smíða þennan lokahlekk
eru frábrujgðnar tilraunum
annarra að því leyti að hann
leitar ekki einungis að form-
legu sambandi heldur reglu-
legri sambræðslu þeirra tveggja
samsvarana, er finnast í jöfn-
um Maxwells annarsvegar, en
jöfnum hans sjálfs hins vegar.