Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 39

Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 39
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN 37 nýjan leik hvort hún sam- ræmdist heiminum eins og hann þá var. Og annan dag ágústmánaðar 1939 sagði Ein- stein skilið við sína gömlu stefnu á þann hátt sem honum einum er laginn. Hann ritaði Roosevelt forseta bréf og tjáði honum að samkvæmt einka- fréttum er honum hefðu bor- izt um nýjustu rannsóknir í eðlisfræði væri sennilega unnt að smíða atómsprengju, og ekki ólíklegt að Þjóðverjar mundu reyna það, þar eð rann- sóknir þessar hefðu hafizt í Þýzkalandi. Sá furðulegi mað- ur sem tuttugu og sex ára gam- all hafði jafnað efnismagni við orku í fyrsta skipti í sögu mannsandans, sá nú sextugur þessa jöfnu ógna mannkyninu. Eining úr sundrungu. Einstein hélt áfram að grunda, íhuga og vinna þrátt fyrir nýja heimsstyrjöld. Ein löngun hafði búið í honum frá upphafi: að flétta saman, ekki einasta nokkra af þráðum nátt- úrunnar, tíma og rúm, efnis- magn og orku, þyngdarafl og tímarúm, heldur flétta allri náttúruskoðun vorri saman í einn þráð, eina kenningu. Hann leitaði einingar í náttúrunni. Enn stóð eitt svið eðlisfræðinn- ar sér: svið rafmagns- og segulafla. Einstein hefur varið ævi sinni frá árinu 1920 í til- raunir til að tengja þetta svið þyngdaraflinu. Það er fróðlegt að minnast þess að þegar Ein- stein ritar um bernsku sína nefnir hann tvo viðburði sem tímamót. Sá fyrri er það að fjögra ára gamall sér hann áttavitanál snúast í segulsviði jarðar, og það rennur upp fyr- ir honum að lögmál náttúrunn- ar séu algild. Hinn síðari er það að hann kemst nógu langt í flatarmálsfræði til þess að ráða við sönnun Pýþagórasar reglu, þá eitthvað um tíu ára að aldri. Þessi blanda geo- metríu og segulmagns hefur á vissan hátt verið leiðarljós hans í starfi síðan. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að fella ljós- og rafmagns-fræði inn í heildar- heimsmynd vísindanna. Síð- asta tilraun Einsteins er frá árinu sem leið, 1953, og er að verulegu leyti víkkun á fram- lagi Clerks Maxwells frá því um 1860, en sú kenning raðaði Ijósi, segulmagni og rafmagni saman í eina heild. Einstein hafði sjálfur í fyrri verkum sínum tengt Ijós og þyngdar- afl, og fól sú tenging það í sér að þyngdaraflið færi með hraða ljóssins. Tilraunir Einsteins til að smíða þennan lokahlekk eru frábrujgðnar tilraunum annarra að því leyti að hann leitar ekki einungis að form- legu sambandi heldur reglu- legri sambræðslu þeirra tveggja samsvarana, er finnast í jöfn- um Maxwells annarsvegar, en jöfnum hans sjálfs hins vegar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.