Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 105
„1 BLÍÐU OG STRÍÐU'
103
„Annað hvort setur þú dóttur
þína líka í búr, eða ég fer ekki
lengra“, sagði hann reiður.
„Kötturinn er kolvitlaus í körf-
unni, og dóttir þín lætur engu
betur í bílnum.“
Mér þótti þetta mjög miður,
en nú gerðist margt á skammri
stundu. IJt um einn gluggan á
bíl Carlettos slöngvaðist eitt-
hvert sambland af ketti og
körfu. Kötturinn hafði rifið og
ognagað gat á körfunaogstung-
ið framfótunum út um það, en
afturfæturnir voru enn inni-
byrgðir í körfunni. Hertogafrú-
in hentist æpandi á eftir kett-
inum og brátt voru þau bæði úr
augsýn. Þau hlupu eftir vegin-
um sem lá inn í skóginn. Ég bað
A1 að flytja sig í bíl Carlettos.
„Þið haldið áfram“, sagði ég.
„Eg kem á eftir og næ ykkur.“
Svo ók ég bílnum að skógar-
götunni og beið. Eftir um það
bil tuttugu mínútur kom Her-
togafrúin með köttinn í fang-
inu. En þegar hann kom auga
á bílinn, reif hann sig lausan og
hljóp góðan spöl í burtu. Þar
settist hann og horfði á okkur.
„Farðu upp í bílinn“, sagði ég
við Hertogafrúna með skipandi
rödd. „Annars sel ég þið sígaun-
unum, sem eru þarna í tjöldun-
um, fyrir fimmtíu lírur.“
„Ég skil köttinn minn ekki
eftir“, sagði Hertogafrúin.
„Við skiljum hann ekki eftir“,
sagði ég. „Við förum hægt, þá
eltir hann okkur áreiðanlega."
Hertogafrúin fór upp í bílinn
og ég ók lúshægt svo sem hundr-
að metra, en þá steig ég á ben-
zínið og ók eins hratt og bíll-
inn komst. Ef ég hefði haft
þrjár hendur, hefði þetta getað
tekizt, en þar sem því var ekki
að heilsa, varð ég að stanza
eftir dálitla stund, því að Her-
togafrúin var alveg hamslaus.
Jafnskjótt og bíllinn staðnæmd-
ist, stökk hún út úr honum og
hvarf inn í kjarrið, sem var
meðfram veginum. Eg kallaði
eins hátt og ég gat, en eina
svarið sem ég fékk var lágt
mjálm, og þarna sat þá köttur-
inn við vegarbrúnina. Ég bölv-
aði honum innilega.
„Hvar er barnið ?“ hrópaði ég,
en ég heyrði ekki hverju hann
svaraði.
Þá staðnæmdist bíll fyrir aft-
an mig. Það var Carletto.
„Fórstu ekki á undan?“
spurði ég.
„Jú“, svaraði hann.
„Hversvegna kemur þú þá á
eftir mér?“
„Eg veit það ekki“, sagði Car-
letto. „Spurðu konuna þína. En
hún er bara ekki hérna.“
„Hvar er hún?“
„Hún fór úr bílnum, þegar við
mættum henni dóttur þinni, sem
var að leita að kettinum. Dreng-
urinn fór líka og nú eru þau öll
þrjú að leita.“
f sama bili heyrðum við hróp
og sáum týnda fólkið okkar í
hóp spölkorn í burtu.
„Þú hefðir getað stanzað þeg-
ar ég kallaði til þín!“ sagði