Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
legra atvika. Glæpamenn eru
handsamaðir og drepnir — ekki
af því að þeir hafi gert rangt,
heldur af því að þeir hafa farið
heimskulega að ráði sínu. Gáfui,
góðvild, ást og hjálpsemi eru
hlægilegir eiginleikar. Fiestir
átlendingar eru glæpamenn, en
sé einhver þeirra heiðarlegur
maður, talar hann bjagað og er
einskis megnugur án hjálpar
hins hvíta „súpermanns". Strák-
ar eiga að standa saman gegn
stelpum, og stelpur gegn strák-
um. Stríð er spennandi, og hvít-
ir menn sigra alltaf.
Uppeldi af þessu tagi er eitt
út af fyrir sig nógu slæmt, en
það er aðeins þáttur í stærri
heildarmynd. Það yrði of langt
mál að rekja alla þætti þeirr-
ar myndar; hér skal aðeins
tekið eitt dæmi. Það er sótt
í handbók danska hersins um
návígi, mikið verk, sem
notað er við menntun æsku-
manna, sem koma beint frá
myndasöguheftunum og glæpa-
kvikmyndunum, til þess að
hljóta síðustu fágun áður en
þeir eru sendir út í lífið:
,,. . . um leið og höfuð hans er
sveigt aftur, er hnífnum stung-
ið í hálsinn fyrir aftan eyrað.
Stungur með hníf og byssu-
stingjum verða árangursríkari,
ef hnífnum er snúið í sárinu.
. . . gripið er með lausu hend-
inni fyrir nef hans og munn . . .
hnífurinn er rekinn í kviðinn,
upp á við í átt til hjartans, og
fylgt vel á eftir.
. .. spark í klof (maga) and-
stæðingsins er mjög áhrifaríkt.
Hann hniprar sig þá saman and-
artak, sem nægir til þess, að
hægt er að veita honum högg
msð handarbakinu, sparka í
andlit hans eða eitthvað þess-
háttar.
. . . vertu harður og grimmur
og sýndu aldrei neinum misk-
unn!“
Þetta gæti verið tekið úr
myndasögu um Súpermann, og
er það líklega. Amerískur sál-
fræðingur, sem hefur þann
starfa að leiðbeina framleiðend-
um myndasöguheftanna og
mæla með framleiðslu þeirra,
orðar þetta svo: „Lemstrun og
misþyrmingu á ekki að sýna,
nema siöaboðskapur sögunnar
réttlœti það.“
Og „siðaboðskap sögunnar“
má í stuttu máli túlka með orð-
um annars sérfræðings: „Það
er ekki um að ræða, hver hefur
rétt fyrir sér, heldur hver ber
sigur af hólmi. Herðið hjörtu
ykkar gagnvart allri meðaumk-
un. Grimmd er það sem til þarf.
Sá sterki hefur rétt fyrir sér.
Sýnið sem allra mesta harð-
leikni. Linnið ekki fyrr en and-
stæðingurinn liggur í valnum.“
Þessar ráðleggingar voru
fram bornar 22. ágúst 1939, og
það var súpermann 1 Berchtes-
gaden, sem gaf þær hershöfð-
ingjum sínum. Nafn hans var
Adolf Hitler.