Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 69
EINMANAKENND NÚTlMAMANNSINS
67
Ef vér höfum í huga þenn-
an mismun á prímerum og
sekúnderum félagsskap, skilj-
um vér ef til vill betur hvers-
vegna og að hvaða leyti kvart-
anir út af því, að félagsþörf
mannsins í iðnþjóðfélagi nútím-
ans sé illa svalað, eiga rétt á
sér. Þróunin frá hinu stað-
bundna, og arfhelga bændasam-
félagi og frá félagsháttum
handverksmanna á miðöldum
til iðnaðarsamfélags nútímans
með samgöngutækjum þess og
,,hreyfanleik“, gagngerum á-
hrifum þess á fjölskyldulíf, at-
vinnuhætti, tómstunda- og
skemmtanalíf, hefur haft í för
með sér, að hinar gömlu prím-
eru félagsheildir hafa leystst
upp og sekúnderar félagsheild-
ir komið í staðinn. Fyrr á öld-
um byggðust félagshættir eink-
um á smáum, staðbundnum
byggðasamfélögum. Nú á tím-
um byggjast þeir á stórum,
ópersónulegum ríkisheildum.
I hinu forna bændasamfélagi
var fjölskyldan — blóðböndin,
ættin — máttugra félagsafl en
vér getum gert oss í hugar-
lund. Einstaklingurinn var
fyrst og fremst hluti af fjöl-
skyldunni og líf hans bundið
henni. Þessvegna litu hinir
fornu bændur á elli og dauða
sem náttúrlegt fyrirbæri, er
ekki bæri að óttast, jafneðli-
legt og lauffall að hausti. Aft-
ur á móti gat tilhugsunin um
að ættin dæi út fyllt þá skelf-
ingu. En ættarsamfélagið leyst-
ist upp með hinum nýju fé-
lagsháttum, þegar fjölskyldan
dreifðist og einstaklingar henn-
ar hættu að hafa samband sín
á milli. Ef til vill komu þeir
við eitthvert tækifæri saman til
,,fjölskylduveizlu,“ sem stund-
um gat orðið vandræðaleg,
af því þeir sem veizluna sátu
áttu í rauninni fátt eða ekkert
sameiginlegt.
Fjölskyldan er að vísu enn
til sem hin eina prímera fé-
lagsheild fyrri tíma, en hlut-
verk hennar er ekki lengur hið
sama og áður. Áður fyrr var
heimilið jafnframt vinnusam-
félag. En þegar vinnan fluttist
út fyrir heimilið, jafnframt
því sem skólarnir tóku við
barnafræðslunni, losnaði um
böndin. Heimilið er nú oft á
tíðum ekki annað en sameig-
inlegur svefnstaður nokkurra
manneskja, sem dvelja mest af
vöku- og starfstíma sínum hver
á sínum stað. Sýnilegt tákn um
upplausn fjölskyldunnar í nú-
tímaþjóðfélagi eru hjónaskiln-
aðirnir, sem sífellt fjölgar,
einkum í stórborgunum. Það er
tilgangslaust að hneykslast á
þessu, en það er uggvænlegur
vitnisburður um, hve mikið
skortir á að oss hafi tekizt að
aðlaga fjölskylduna breyttum
kröfum tímans.
Hið litla þorpsfélag var einn-
ig prtmer félagsheild. Allir í
þorpinu þekktust, allir höfðu
áhuga hvor á öðrum — jafnvel
rabbið og slúðursögurnar við