Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 69

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 69
EINMANAKENND NÚTlMAMANNSINS 67 Ef vér höfum í huga þenn- an mismun á prímerum og sekúnderum félagsskap, skilj- um vér ef til vill betur hvers- vegna og að hvaða leyti kvart- anir út af því, að félagsþörf mannsins í iðnþjóðfélagi nútím- ans sé illa svalað, eiga rétt á sér. Þróunin frá hinu stað- bundna, og arfhelga bændasam- félagi og frá félagsháttum handverksmanna á miðöldum til iðnaðarsamfélags nútímans með samgöngutækjum þess og ,,hreyfanleik“, gagngerum á- hrifum þess á fjölskyldulíf, at- vinnuhætti, tómstunda- og skemmtanalíf, hefur haft í för með sér, að hinar gömlu prím- eru félagsheildir hafa leystst upp og sekúnderar félagsheild- ir komið í staðinn. Fyrr á öld- um byggðust félagshættir eink- um á smáum, staðbundnum byggðasamfélögum. Nú á tím- um byggjast þeir á stórum, ópersónulegum ríkisheildum. I hinu forna bændasamfélagi var fjölskyldan — blóðböndin, ættin — máttugra félagsafl en vér getum gert oss í hugar- lund. Einstaklingurinn var fyrst og fremst hluti af fjöl- skyldunni og líf hans bundið henni. Þessvegna litu hinir fornu bændur á elli og dauða sem náttúrlegt fyrirbæri, er ekki bæri að óttast, jafneðli- legt og lauffall að hausti. Aft- ur á móti gat tilhugsunin um að ættin dæi út fyllt þá skelf- ingu. En ættarsamfélagið leyst- ist upp með hinum nýju fé- lagsháttum, þegar fjölskyldan dreifðist og einstaklingar henn- ar hættu að hafa samband sín á milli. Ef til vill komu þeir við eitthvert tækifæri saman til ,,fjölskylduveizlu,“ sem stund- um gat orðið vandræðaleg, af því þeir sem veizluna sátu áttu í rauninni fátt eða ekkert sameiginlegt. Fjölskyldan er að vísu enn til sem hin eina prímera fé- lagsheild fyrri tíma, en hlut- verk hennar er ekki lengur hið sama og áður. Áður fyrr var heimilið jafnframt vinnusam- félag. En þegar vinnan fluttist út fyrir heimilið, jafnframt því sem skólarnir tóku við barnafræðslunni, losnaði um böndin. Heimilið er nú oft á tíðum ekki annað en sameig- inlegur svefnstaður nokkurra manneskja, sem dvelja mest af vöku- og starfstíma sínum hver á sínum stað. Sýnilegt tákn um upplausn fjölskyldunnar í nú- tímaþjóðfélagi eru hjónaskiln- aðirnir, sem sífellt fjölgar, einkum í stórborgunum. Það er tilgangslaust að hneykslast á þessu, en það er uggvænlegur vitnisburður um, hve mikið skortir á að oss hafi tekizt að aðlaga fjölskylduna breyttum kröfum tímans. Hið litla þorpsfélag var einn- ig prtmer félagsheild. Allir í þorpinu þekktust, allir höfðu áhuga hvor á öðrum — jafnvel rabbið og slúðursögurnar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.