Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 77

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 77
HVERS VEGNA ERU ÖLL, ATÓM EXNS? 75 frágang. Aldan verður að falla nákvæmlega í sjálfa sig, og þessvegna verður öldulengdin — f jarlægðin frá einum öldudal til hins næsta — að ganga upp í lengd hringferilsins. Öldulengd- in getur til dæmis verið sjöundi eða áttundi hluti hringferilsins en ekkert þar á milli. Öldulengdin fer eftir hraða agnarinnar; þessvegna getur ögn sem hreyfist eftir hring val- ið á milli ákveðinna hraða, en ekki tekið neinn hraða milli þessarra tilteknu gilda. Nú er rétt að virða fyrir sér saltsýru- mólekúl; það samanstendur af einu atómi vetnis og einu atómi klórs. Vetnisatómið er margfalt léttara en klóraatómið og snýst því hringinn í kringum það, en það hreyfist ekki nema lítið — eins og þegar fullorðinn maður sveiflar barni í kring um sig. Samkvæmt því sem áður var sagt um hlut sem hreyfist í hring, á hann aðeins ákveðna hraða um að velja og kvanta- fræðin gerir okkur kleift að reikna þessa hraða út. Og það sem meira er, það er unnt að mæla þá. Aðferðin er flókin; þetta er gert með litsjá (spectroscope), hin svonefndu línulitróf eru mæld. En hvernig sem því nú er farið, þá má mæla umferðar- hraða vetnisatómsins, og niður- staðan er sú að allir þeir hraðar, sem leyfilegir eru samkvæmt kvantafræðinni, koma fyrir, en engir aðrir. Nú er rétt að athuga mólekúl, er samanstendur af tveimur eins atómum, til samanburðar. I hverju súrefnismólekúli eru tvö súrefnisatóm og þau hvirflast hvort um annað eins og börn í stífudansi. Atómin elta hvort annað eftir hringnum, þannig að alltaf eru 180 stig á milli þeirra. Væru þessi tvö atóm ekki eins, myndi hvort hafa sitt öldu- mynztur og auðvelt væri að reikna samsvarandi hraða. En séu hraðarnir mældir kemur í Ijós að þeir taka ekki öll leyfi- leg gildi, annaðhvort gildi vant- ar í. Þetta er það sem hlýtur að gerast ef atómin eru algerlega eins. Þá breytir það engu þótt mólekúlinu sé snúið um 180 stig, og sama hlýtur að eiga við um öldumynztrin. Ef öldufjöldinn í mynztri er jöfn tala (2-4-6-8-10 o.s.frv.) breytist útlit þess ekki þótt því sé snúið 180 stig. En sé öldu- fjöldinn oddatala, breytist út- litið, öldubrún færist í öldudal og öfugt. Nú breytti það engu þótt súr- efnismólekúlinu væri snúið um 180 stig, þar hlýtur ölduf jöldinn umhverfis hringinn því að vera jöfn tala, og þetta kemur alveg heim við hraðagildin sem vant- aði í. Þessi prófun er gerólík þeirri sem lýst var á undan. Hér er niðurstaðan ekki sú, að mis- munurinn, ef nokkur er, hljóti að vera óskaplega lítill, t. d. minni en 1 af 100.000, heldur er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.