Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 64
62
TJRVAL,
þráðarins. Endinn er síðan
klipptur af honum og honum
fleygt, en eftir verður það sem
vísindamennirnir kalla „hrein-
asta málm, sem til er.“
Ætisveppir í skyndiræktim.
Neyzla ætisveppa (champign-
ons) hefur stóraukizt á undan-
förnum árum, og ræktun þeirra
hefur tekið miklum framförum,
er nú nánast orðin iðnaður.
Vísindamenn við Syracusa-
háskólann í Bandaríkjunum
hafa fundið aðferð til þess að
fullrækta ætisveppi á fjórum
dögum, að minnsta kosti í rann-
sóknarstofum.
Tilraunir þessar voru gerðar
með smávaxinn ætisvepp, morc-
hella hortensis, sem þykir mikið
lostæti. Þegar ætisveppir æxlast
á venjulegan hátt með gróæxl-
un, líða mánuðir eða ár áður en
stönglar og hattar vaxa upp af
hinum fíngerða sveppavef (myc-
elium), sem greinist í fínum
þráðum neðanjarðar. Hin nýja
aðferð er í því fólgin, að hlaup-
ið er yfir gróstigið, en hinir ætu
hattar eru látnir vaxa strax í
glerflöskum. Aðferðin er hlið-
stæð þeirri, sem notuð er við
ræktun á sveppum til lyf jafram-
leiðslu, t. d. penisillíni. Örlítill
hluti af sveppunum er settur í
tilraunaglas með næringar-
vökva, og þegar þessi ögn hefur
vaxið dálítið, er hún sett í
flösku. Flaskan er sett í vél, sem
hristir hana 110 sinnum á mín-
útu. Eftir fjögra daga hristing
hafa vaxið 25—30 hattar í
flöskunni, þeir stærstu um einn
cm. í þvermál. Þessir sveppir
eru brytjaðir í örsmáar agnir og
þeim skipt niður í glerflöskur
með næringarvökva, og eftir
fjóra daga er hver ögn orðin að
sveppahatti á stærð við baun.
Hinir 25—30 ætisveppir eru
þannig orðnir að tíu þúsund
ætisveppum á fjórum dögum,
Og vilji maður fá nýja upp-
skeru, þarf ekki annað en taka
einn af þessum ætisveppum,
brytja hann í örsmáa bita og
setja bitana á ný í flöskur með
næringarvökva.
Hlýðir siangan flaututónum
temjara síns?
Slangan, sem liðast mjúklega
eftir hljóðfalli flaututónanna
frá temjara sínum, er eitt al-
gengasta viðfangsefni skop-
teiknara. En dýrafræðingar
hafa oft fullyrt, að með því að
heyrn slöngunnar sé næsta ó-
fullkomin, geti það ekki verið
tónlistin, heldur hreyfingar
temjarans, sem heilla hana.
í 58. sálmi Davíðs, 5. og 6.
versi, segir: „Eitur þeirra er
eins og höggormseitur, þeir eru
eins og dauf naðra, sem lokar
eyrunum, til þess að heyra ekki
raust særingamannsins". Biblíu-
höfundurinn efast þannig ekki
um, að slöngurnar heyri. En í
leikriti Shakespeare, Hinrik VI.,
2. hluta, 3. þætti, 2. atriði, stend-
ur: What, art thou, like the