Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 37

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 37
MIKILMENNIÐ ALBERT EINSTEIN magn og þyngd alltaf venzluð? Hversvegna verðum við ætíð vör við efnismagnið sem þyngd? Kasti ég kúlu, sigrast ég á efnismagni hennar, lyfti ég henni, sigrast ég á þyngd hennar. Hvers vegna eru þess- ar tvær eigindir svo nákomn- ar hvor annarri?“ Að lokum fann Einstein svar við þessari spurningu, það var árið 1915 og svarið var almenna afstæð- iskenningin. Rétt er að vekja athygli á því að þetta gerist í Þýzkalandi snemma í heims- styrjöldinni fyrri. Svar Einsteins er ný mynd af þyngdarsviði umhverfis hlut. Þungur hlutur, segir hann, skekkir tímarúmið sem hann liggur í, myndar einskonar hol umhverfis sig. Láti ég kúlu falla til jarðar, er hún í raun og veru að velta niður í það hol sem jörðin myndar um- hverfis sig, og jörðin sjálf þeytist eins og stór kúla eftir því holi er sólin markar í tíma- rúmið. Þessi mynd er aðlað- andi og auðskilin. En sé hún nógu öflug, sé hér um að ræða raunverulega skekkingu á tíma- rúminu, þá ætti allt sem kem- ur inn í hol sólarinnar að drag- ast inn á við; ljósgeisli engu síður en jörð. Því var það að 1919 voru tveir leiðangrar gerðir út til þess að rannsaka sólmyrkva þá um vorið og reyna að mæla hvort Ijós er fer nálægt sólu dragist inn að henni. Leiðangursmenn er fóru 3S undir forustu sjálfs Edding- tons gerðu grein fyrir niður- stöðum sínum á einhverjum áhrifamesta fundi sem nokkru sinni hefur verið haldinn í konunglega vísindafélaginu brezka. Það var í nóvember 1919 og niðurstöðurnar voru í samræmi við spár Einsteins: ljósið sveigir í átt til sólar, jafnmikið og Einstein hafði reiknað sér til. Þyngdaraflið var orðið að hegðun rúms og tíma. Eg hefi beint athyglinni að einu ártali og ég ætti nú að benda á annað. Sá stórfenglegi sigur almennu afstæðiskenn- ingarinnar að segja fyrir hlut er engan hafði áður órað fyrir: sveigju ljóssins, sá sigur varð heyrinkunnur árið 1919. Þetta var naumlega ári eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, meðan enn stóð glíman um friðarsáttmála í Versölum. Þessi tilviljun hygg ég hafi haft mikil áhrif á viðhorf Ein- steins og lífsferil. Því er rétt að taka aftur til við æviatriði hans þar sem frá var horfið 1905, áður en lengra er hald- ið. Á næstu árum eftir 1905 var Einstein hvortveggja í senn: forystumaður og vand- ræðabarn í eðlisfræðinni. Hann kom í fyrsta sinn fram fyrir stóran hóp eðlisfræðinga árið 1909. Á þeim fundi og Solway- fundinum fræga hafði það sterk áhrif á samtímamenn hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.