Úrval - 01.07.1954, Page 58

Úrval - 01.07.1954, Page 58
56 ÚRVAL höldum áfram að skoða það. Mér er sagt að brýnasta þörfin sé að hér á lóðinni verði reist upptökuheimili, því að margir þeirra sem hingað leita, eru heimilislausir. En mér er einnig sagt að þetta sé aðeins fram- tíðardraumur, og því sé næsta verkefnið að gera þriðju hæð hússins íbúðarhæfa. Við brugð- um okkur þangað upp og það var sannarlega ekki á að lítast, veggfóðrir hékk í tætlum o. s. frv. „Þannig leit allt húsið út þegar við komum hingað,“ seg- ir leiðsögumaður minn. ,,En við höfum gert við allt sjálfir og við stöndum þar vel að vígi, því að menn úr flestum iðngreinum eru í félaginu okkar. Við höfum mikia þörf fyrir þriðju hæðina, því að félagatal- an er orðin um 600, og fjórði hluti þeirra sækir klúbbinn okk- ar daglega. Við spilum bridge og fleiri spil (og myndum spila billiard ef við ættum borð); og við röbbum auðvitað saman og drekkum kaffi. Deildirnar halda fundi næstum á hverju kvöldi o.s.frv. Stundum höfum við spurningakvöld, einhver læknir eða hjúkrunarkona kemur og fræðir okkur um ýmislegt varð- andi hið sameiginlega vandamál okkar. Oft eru skemmtanir hjá okkur á laugardagskvöldum, og þá koma konur okkar líka ... Stundum heimsækjum við önnur Keðjufélög, en þau eru nú í mörgum borgum Svíþjóðar. — Öðru hvoru heimsækjum við hæli fyrir drykkjusjúklinga, til þess að skemmta sjúklingunum eða fræða þá um starfsemi okk- ar. Nýr félagi verður að vera virkur þátttakandi í öllu þessu starfi — það er erfitt og ábyrgð- ar mikið starf að vera Keðju- félagi — en um leið og maður hjálpar öðrum hlýtur maður sjálfur hjálp — aðstoðin er gagnkvæm. Ef Keðjufélagi hef- ur staðizt raunina í misseri, telst hann virkur félagi, eftir eitt ár fær hann sérstakt heið- ursmerki, og eftir tvö ár er hann sæmdur æðsta heiðursmerki fé- lagsins. Mörgum tekst þetta, mörgum, sem áfengisvarnar- nefndir hins opinbera hafa talið vonlausa. Einn af félög- um okkar hafði verið á drykkju- mannahælum frá því árið 1942, en fyrir átta mánuðum gekk hann í Keðjuhreyfinguna og hefur ekki bragðað áfengi síð- an. Annar hafði verið úrskurð- aður tíu sinnum á drykkju- mannahæli, en hefur nú verið Keðjufélagi í tvö ár án þess að hrasa. Það eru slík dæmi, sem glæða trú okkar á að sá sé fær- astur um aö veita hjálp, sem þeTckir vandamáliö af eigin reynd.cí Ö. B. þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.