Úrval - 01.07.1954, Side 95

Úrval - 01.07.1954, Side 95
„1 BLlÐU OG STRlÐU' 93 ur hann flakkað hvert á land sem hann vill“. En dag nokkurn kom kona verkstjórans upp til okkar og hafði slæmar fréttir að færa. „Hann er kominn aftur!“ sagði hún. „Gömul kona var rétt í þessu að reyna að losa sig við hann í kökubúðinni“. Næstu daga varð hvað eftir annað vart við seðilinn, hjá ný- lenduvörukaupmanninum, slátr- aranum og skósmiðnum, og taugaóstyrkur fólks fór vaxandi beggja vegna götunnar. Allt í einu hættu menn að minnast á seðilinn, og það var af þeirri góðu og gildu ástæðu, að hann var kominn í peningaveski Margheritu. Þegar við uppgötvuðum hann horfðum við skelfd hvort á ann- að. Svo tók ég rögg á mig, þreif seðilinn og bar hann að gaslog- anum. En Margherita var snör í snúningum og náði honum af mér. „Eg hef tekið þetta í mig“, sagði hún hranalega. „Eg lét pranga seðlinum inn á mig og ég skal losna við hann aftur.“ Næstu dagar voru erfiðir fyr- ir okkur öll. Margherita arkaði um borgina þvera og endilanga og kom dauðuppgefin heim á kvöldin. Að lokum gafst hún upp og bað konu verkstjórans að finna sig. „Reyndu hvort þú getur það“, sagði hún. „Það verða helminga- skipti.“ Viku seinna rétti kona verk- stjórans Margheritu spánnýjan fimm hundruð líra seðil. „Mér tókst það,“ sagði hún. „En ég varð að fara alla leið til Baggio. En úr því að hann er kominn í úthverfin, þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur.“ Við gleymdum öllu saman í mánaðartíma. Þá var það eitt kvöld að ég heyrði hræðilegt óp í eldhúsinu. Ég flýtti mér þang- að og sá að Margherita starði skelfingu lostin niður í eina skápskúffuna. Og auðvitað var þúsund líra seðillinn frægi í skúffunni. Eg tók hann upp með töng, því mig hryllti við að taka á honum með berum höndunum. svo bar ég hann að gasloganum. Margherita veitti enga mót- spyrnu, en þá drapst skyndilega á gasinu. Margherita stundi og lét fallast niður á stól. Auðvitað var það einskær til- viljun, að það skyldi drepast á gasinu einmitt þegar loginn var í þann veginn að brenna þúsund líra seðilinn til ösku .. . Skyn- samur maður hefði hlegið að þessari tilviljun, kveikt síðan á eldspýtu og framkvæmt fyrir- ætlun sína. En í stað þess lét ég seðilinn ofan í skúffuna aftur. Okkur var hætt að standa á sama. Við opn- uðum skúffuna öðru hvoru og horfðum á bölvaðan þúsund líra seðilinn. Hann var jafn ljótur og reiginslegur og áður, og svo klaufalega falsaður, að maður gat jafnvel séð það þó að skúff- an væri lokuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.