Úrval - 01.07.1954, Síða 90

Úrval - 01.07.1954, Síða 90
I BLIÐU OG STRIÐU . Áætlunarbúska'pur. EGAR Drottinn rak Adam út úr aldingarðinum Eden, þá held ég að hann hafi ekki aðeins sagt við hann að hann skyldi neyta brauðs síns í sveita and- lits síns. Hann hlýtur líka að hafa hrópað með þrumuraust: ,,og konan þín verður sparsöm." Það verður ekki skýrt á annan hátt, hvers vegna fjármála- vitið, sem konum er áskap- að, ásamt mörgu öðru, er öllum eiginmönnum svo þungur kross. Eg skal skýra þetta nánar. Eitt kvöld vorum við að borða kvöldmatinn. Við — það er ung stúlka, sem var skýrð Karlotta, en er alltaf kölluð Hertogafrúin — Albertino, sem var skýrður Albertino og hefur haldið því nafni þau fáu ár sem liðin eru síðan, og Margherita, sem er höfundur hinna tveggja fyrr- nefndra einstaklinga og er tengd mér á einn eða annan hátt. Þegar við vorum búin að borða, slökkti Hertogafrúin á útvarpinu. Ég bað hana að láta það ógert, af því að mig langaði til að hlusta á dagskrána. ,,Seinna,“ sagði hún, „Fyrst verðum við að halda fund“. ■— Margherita sótti penna og skrif- bækur. „Við höldum fund á hverju kvöldi, eftir kvöldmat. Við byrjuðum á því meðan þú varst í burtu.“ Hún settist, opnaði eina bók- ina og fór að útskýra málið fyrir mér. „Undanfarið höfum við lifað eins og hross í haga og ekki hugsað hætishót fyrir morgun- deginum. Við höfum ekki skipu- lagt neitt, og óskipulögð fjöl- skylda er eins og hús byggt á sandi; það hangir uppi eins lengi og það getur, en enginn getur ábyrgzt hve lengi það hangir. Nú lifum við samkvæmt áætlun og það er ákaflega þýð- ingarmikið. Og þegar börnin taka þátt í svona umræðum, þá læra þau að stjórna heimili og greina á milli nauðsynja og ó- þarfa. I stað þess að alast upp við dekur og eftirlæti, kynnast þau erfiðleikunum, sem þau eiga áreiðanlega eftir að mæta síðar á lífsleiðinni." Ég var frá mér numinn af hrifningu. „Böi’nin eru þegar farin að skilja grundvallaratriðin,“ sagði Margherita. „Hertogafrú, út- skýrðu fyrir föður þínum hvað fjölskylda er frá skipulagslegu sjónai’miði." Hertogafrúin þuldi í einni lotu: „Frá skipulagslegu sjónar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.