Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 59
„Hvor aðili iim sig leit á sig sem
kórónu sköpunarverksins.“
Austrii og vestrið í augum hvors annars.
TJr bókinni „Dead Man in the Silver Market“,
eftir Aubrey Menen.
FÁUM árum fyrir fyrri heims-
styrjöld hleypti faðir minn
heimdraganum, yfirgaf ætt-
aróðal sitt, kókosplantekru í
Indlandi, og hélt til Englands,
þar sem hann kvæntist írskri
stúlku. Hann var af tignum ætt-
um, og þegar hann skrifaði heim
að hann ætlaði að kvænast
hvítri stúlku, snerist móðir hans
gegn honum. Það var eins og
22 ára gamall amerískur piltur
hefði skrifað heim að hann
væri orðinn mannæta. Amma
mín var höfuð ættarinnar og
faðir minn var því sviftur öllum
stuðningi.
I Engandi þar sem ég fædd-
ist og ólst upp varð blandað
þjóðerni mitt og brúnn hörunds-
litur tilefni ýmissa vandamála.
Við að lesa bækur Kiplings
fræddist ég um það, að auk Eng-
lendinga, sem væru ágætasta
þjóð jarðarinnar, og Indverja,
sem væru einnig ágætir, en ekki
áreiðanlegir, væri til óáreiðan-
leg og svikul manntegund, sem
nefndist „Eurasíar11.*
* Orð þetta er myndað úr „Europa"
og ,,Asia“ og er einkum notað um
blendinga af evrópsku og indversku
kyni. — Þýð.
Ég spurði kennarann minn
hvað „Eurasíi“ væri, en hún
roðnaði og sendi mig til skóla-
stjórans, sem sagði að ég mundi
skilja það þegar ég væri orðinn
stór, en ég yrði alltaf að muna
það, að Jesús elskaði mig. Jafn-
framt var ég fullvissaður um,
að ég væri Englendingur, af því
að ég væri fæddur í Englandi,
og betra hlutskiptis væri ekki
hægt að óska sér í lífinu.
Þegar ég var tólf ára krafðist
amma mín þess, að ég yrði send-
ur til hennar svo að hún fengi
að sjá mig. Ég lagði því af stað
með móður minni til Malabar,
sem er hitabeltislandsvæði syðst
í Indlandi. Síðasta áfanga ferð-
arinnar fórum við í eintrjáningi,
sem róið var á tunglskinsbjartri
nóttu upp Ponnaniána. Pálma-
tré uxu á árbakkanum en í ánni
var krökkt af krókódílum. Til
að halda þessum kvikindum
burt frá bátnum, hóf ég að
syngja ættjarðarsöngva, sem ég
hafði lært í skóla. Ég valdi ætt-
jarðarljóð, af því að í brjósti
mér (einkum á þessum fram-
andi slóðum) svall brezkt þjóð-
arstolt.
Amma hafði látið hafa til
reiðu fyrir okkur sérstakt hús