Úrval - 01.07.1954, Side 29
Stórmerk nýjung- í
skurðlækningum:
Skurðsjúklingar lagðir í dvala
Grein úr „Discovery".
MARGIR sjúklingar, sem
meiriháttar skurðaðgerð
gæti fært bata eða jafnvel
bjargað frá dauða, verða að
vera án slíkrar aðgerðar, af því
að heilsa þeirra þolir hana ekki,
að dómi lækna. Eftir að skurð-
læknir hefur skoðað sjúkling,
kemst hann kannske að þeirri
niðurstöðu, að hann þoli ekki
svæfinguna, eða að almennt
heilsufar hans sé svo lélegt, að
hann þoli ekki lostið af skurðað-
gerðinni. Þegar svo stendur á,
lætur skurðlæknirinn hnífinn
liggja. Þessi tilfelli eru síendur-
tekin ögrun við leikni skurð-
læknisins. Takmark hans er að
fækka þeim stöðugt, og þau eru
honum hvatning til að leita að
betri og öruggari aðferðum við
skurð og svæfingu.
Fyrir nokkrum árum var stig-
ið mikið framfaraspor á þessu
sviði þegar tekin voru í notkun
ný lyf til að draga úr vöðvasam-
drætti. Einkum hafa þau reynzt
vel við skurðum á brjóst- og
kviðarholi, en miklu máli skipt-
ir að koma í veg fyrir vöðva-
samdrátt við slíkar aðgerðir.
Áður fékkst slík slökun á vöðv-
um aðeins með mjög djúpri
svæfingu, miklu dýpri en nauð-
synleg er til þess að sjúklingur-
inn sofni og verði dofinn fyrir
sársauka. Þessi nýju lyf eru
náttúrulyfið curare, sem Indíán-
ar í Suður-Ameríku notuðu á
eiturörvar sínar, og gerfilyfin:
Flaxedil og Laudexium; þau
draga úr vöðvasamdrætti og
svæfingin þarf því ekki að vera
dýpri en sem nægir til þess að
sjúklingurinn sofni og verði dof-
inn fyrir sársauka.
Nú hefur önnur nýjung kom-
ið fram, og ef til vill sú merk-
asta á sviði skurðlækninga um
langan aldur. Hún er kölluð
gerfidvali (artificial hiber-
nation). Þrátt fyrir hin nýju
lyf, sem áður eru nefnd, eru enn
margir sjúklingar, sem ekki
þola skurðaðgerð vegna lost-
hættu. Aðaleinkenni losts er
mikil lækkun blóðþrýstings, sem
leitt getur til alvarlegs súrefnis-
skorts í öllum líkamanum. Svæf-
ingarlæknar vinna gegn lostinu
með ýmsu móti: lyf eins og t. d.
adrenalín og efedrín, sem valda
samdrætti í æðum og örva hjart-
að, eru gefin í æð til þess að
hækka blóðþrýstinginn; blóð-
magnið er aukið með blóðgjöf,
og sjúklingurinn er látinn anda
að sér næstum hreinu súrefni.
4*